Thursday, June 27, 2013

Skírn og jarðaför

Á sunnudaginn skírði ég lítinn dreng ásamt því að hafa predikun í Drevja kirkju. Það var alveg frábær upplifun og gekk vonum framar. Á frídeginum mínum daginn eftir vaknaði ég við skilaboð frá vinnunni um að mín biði jarðaför í næstu viku og númer hjá þeim sem ég átti að setja mig í samband við. Ég notaði svo frídaginn í göngutúr með Nóa í fallegu veðri á Marsöra og náði að slaka aðeins á fyrir vinnuvikuna sem beið mín. Á þriðjudaginn var ég svo með 2 skírnarsamtöl, sem gengu ljómandi vel og á miðvikudaginn skrifaði ég predikun fyrir guðsþjónustu í Hattfjelldal næsta sunnudag, þar sem hann Sverre mun aðstoða mig. Dagurinn í dag fór í undirbúning á guðsþjónustunni á sunnudag og svo jarðaför í næstu viku. Í dag var svo mitt fyrsta sorgarsamtal, sem gekk einnig mjög vel. Ég hef eiginlega komið sjálfri mér svolítið á óvart þessa vikuna, hef verið frekar róleg þrátt fyrir margar nýjar áskoranir og er bara nokkuð sátt við hvernig ég hef staðið mig hingað til. Næsta vika verður þó kannski sú erfiðasta hingað til, þar sem ég þarf að leiða guðsþjónustu ein og halda jarðarför ein. En ég tek einn dag í einu, og helst bara eitt skref í einu, þá hefst þetta. Ég hef enn ekki fundið neina íbúð sem myndi henta mér, það eru nær engar íbúðir auglýstar á leigumarkaðnum hérna, en mig er virkilega farið að langa að komast úr hótelherberginu og yfir í eitthvað rýmra og notalegra. Það er því meðal þess sem fer á bænalistann fyrir næstu viku :)

Að lokum, mynd sem ég tók á kvöldgöngunni okkar Nóa.

2 comments:

Kári said...

Frábært að guðsþjónustan þín hafi gengið vel og ég er alveg viss um að jarðarförin mun fara eins :)

Ég er alveg sannfærður um að þú finnur einhverja glæsivillu fyrr en síðar!

Helga said...

Takk fyrir það Kári minn :D Ég er að fara að skoða eina núna á miðvikudag :)