Ég hef barist soldið við kvíðann síðustu daga og þá aðallega vegna ástandsins heima. Ég hef enn ekki getað tekið útaf námslánareikningnum mínum og ég vona og bið að ástandið fari að lagast. Ég veit að Guð hefur þetta allt í hendi sinni og fyrir Honum er þetta ekkert mál, en það er samt sem áður erfitt að vera í óvissunni á meðan stormurinn geisar heima.
Myndir segja meir en þúsund orð og þessi lýsir því bara nokkuð vel hvernig mér líður ákkúrat núna!Ég talaði soldið við Miriam í skólanum í dag og ég brotnaði niður þegar ég fór að útskýra allt þetta fyrir henni og hversu miklum áhyggjum þetta ylli mér. Það var mjög gott að tala við hana því hún er mjög skynsöm og vissi einhvern veginn hvað hún átti að segja til að uppörva mig. Ég skammaðist mín fyrst, en er nú hálf fegin að ég táraðist þegar ég talaði við hana því ég þurfti bara að tala við einhvern sem sýndi þessu skilning. Því miður eru sumir fjölmiðlar sem grín að ástandinu á Íslandi, svipað og í Danmörku. Fólk skilur ekki alvarleika málsins eða hversu hörmulegar afleiðingar ástandið hefur nú þegar haft í för með sér. . Það er ekki auðvelt að vera Íslendingur þessa dagana, hvorki heimafyrir né erlendis, en ég mun, eins og sannur Íslendingur, alltaf taka málstað minnar þjóðar og leiðrétta misskilning og mótmæla ósanngirni. Ég hef ákveðið að fara sjaldnar inná íslensku fréttasíðurnar, yfirleitt eru fréttirnar neikvæðar og valda mér bara meiri kvíða. Á morgun fer ég og hitti námsráðgjafann minn eftir fyrirlesturinn og það verður eflaust gott að tala við hana líka.
Ég er svo byrjuð að lesa skáldsögu á norsku, svona til hliðar við námsbækurnar, sem ég reyni að glugga í þegar ég er í strætó til að byggja upp orðaforðann enn hraðar.
Á morgun fer ég til Höllu eftir skólann og við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Hver veit svo hvort manni verði boðið í mat á þeim bæ líka einsog venja er orðin, það væri allavega ekki verra. Á fimmtudaginn á ég frí og þá er planið að taka aðeins til hér heima og klára bokrapporten sem ég á að skila á föstudag.
Ég heyrði svo í Elin í dag sem var með mér á Capernwray (ekki Emilie sem ég heimsótti um daginn). Það var mjög gaman að heyra í henni og hún bauð mér í mat til sín á laugardaginn og svo á samkomu í Mission salen. Ég bara veit að Guð hefur lagt það á hjarta hennar að hafa samband við mig núna og það er gott að hugsa til þess að ég verði ekki ein alla helgina.
Guð blessi ykkur
Myndir segja meir en þúsund orð og þessi lýsir því bara nokkuð vel hvernig mér líður ákkúrat núna!Ég talaði soldið við Miriam í skólanum í dag og ég brotnaði niður þegar ég fór að útskýra allt þetta fyrir henni og hversu miklum áhyggjum þetta ylli mér. Það var mjög gott að tala við hana því hún er mjög skynsöm og vissi einhvern veginn hvað hún átti að segja til að uppörva mig. Ég skammaðist mín fyrst, en er nú hálf fegin að ég táraðist þegar ég talaði við hana því ég þurfti bara að tala við einhvern sem sýndi þessu skilning. Því miður eru sumir fjölmiðlar sem grín að ástandinu á Íslandi, svipað og í Danmörku. Fólk skilur ekki alvarleika málsins eða hversu hörmulegar afleiðingar ástandið hefur nú þegar haft í för með sér. . Það er ekki auðvelt að vera Íslendingur þessa dagana, hvorki heimafyrir né erlendis, en ég mun, eins og sannur Íslendingur, alltaf taka málstað minnar þjóðar og leiðrétta misskilning og mótmæla ósanngirni. Ég hef ákveðið að fara sjaldnar inná íslensku fréttasíðurnar, yfirleitt eru fréttirnar neikvæðar og valda mér bara meiri kvíða. Á morgun fer ég og hitti námsráðgjafann minn eftir fyrirlesturinn og það verður eflaust gott að tala við hana líka.
Ég er svo byrjuð að lesa skáldsögu á norsku, svona til hliðar við námsbækurnar, sem ég reyni að glugga í þegar ég er í strætó til að byggja upp orðaforðann enn hraðar.
Á morgun fer ég til Höllu eftir skólann og við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Hver veit svo hvort manni verði boðið í mat á þeim bæ líka einsog venja er orðin, það væri allavega ekki verra. Á fimmtudaginn á ég frí og þá er planið að taka aðeins til hér heima og klára bokrapporten sem ég á að skila á föstudag.
Ég heyrði svo í Elin í dag sem var með mér á Capernwray (ekki Emilie sem ég heimsótti um daginn). Það var mjög gaman að heyra í henni og hún bauð mér í mat til sín á laugardaginn og svo á samkomu í Mission salen. Ég bara veit að Guð hefur lagt það á hjarta hennar að hafa samband við mig núna og það er gott að hugsa til þess að ég verði ekki ein alla helgina.
Guð blessi ykkur
2 comments:
Hæ! Það þýðir ekkert að stressa sig á þessu kreppuástandi, það er ekki einsog við getum gert eitthvað í þessu. Það er heldur ekki einsog við tvö höfum átt einhverjar gríðarlegar fjárhæðir og séum að tapa stjarnfræðilegum summum. Í versta falli þurfum við bara að vinna í einhverju erlendu lottói og verða milljónamæringar í einhverjum erlendum gjaldmiðli. En það verður bara svona lokaúrráð til þess að hafa í pokahorninu ef allt annað bregst ;).
Haha, já, þetta er rétt hjá þér Kári minn, þú verður nú að hringja í hann Geir og segja honum þetta! :) Nei, ég hef ekki eins miklar áhyggjur af þessu núna, bara vont að vera í óvissunni og hafa ekki aðgang að neinum peningum....
Kreppunús frá mér og Fróðalús
Post a Comment