Wednesday, October 01, 2008

Verkefni og verkkvíði

Ég er búin að eiga ágætis helgi, ég náði reyndar ekki að vinna jafnmikið með verkefnið og ég vildi en ég kíkti í Pet Shop Girls til að kaupa töskuna. Því miður gat ég ekki tekið út nógan pening í hraðbankanum til að kaupa hana, en það var bara ein eftir og ég lét taka hana frá. Fróði mátaði hana og var mjög sáttur, en við förum þangað næstu helgi að kaupa hana.
Krónan fellur og fellur og norska krónan er að nálgast 19 krónur íslenskar! Þetta er hræðileg þróun og ekki það sem fátækur námsmaður í Noregi þarf á að halda (eða nokkur annar).
Ég er búin að vera á haus síðustu daga að vinna í verkefninu. Ég á mjög erfitt með einbeitingu og verkkvíðinn er að plaga mig alveg hrikalega. Ég er búin að skrifa þrjár síður af fjórum í dag en verkefninu á að skila fyrir miðnætti á morgun.
Ég þarf að vakna klukkan sex í fyrramálið og byrja á að fara í seminargruppe. Þvínæst kíki ég til námsráðgjafans og sýni henni það sem ég er búin með af verkefninu. Vonandi getur hún hughreyst mig eitthvað svo ég orki að klára þetta á morgun.
Ég var í mat hjá Höllu á mánudag og missti af strætónum mínum heim svo ég gisti bara hjá henni og tók svo strætóinn beint í skólann daginn eftir. Við ætlum að hittast um helgina, en hún vill endilega að ég kíki á samkomu hjá íslenska söfnuðinum á sunnudag. Á mánudag er mér boðið í mat til Emilie og Kjetil sem er maðurinn hennar og ég hlakka til.
Ég fann svo hina fullkomnu jólagjöf handa mér á amazon:Guð blessi ykkur öll og þið megið endilega hafa mig í bænum ykkar varðandi þetta verkefni, að ég nái að klára það og gera þetta sæmilega.

3 comments:

Anonymous said...

Elsku Helga bestasta bestasta og yndislegasta vinkona í heiminum.
Ég veit að þetta verkefni á eftir að vera ekkert mál á morgun þú ert svo risalega dugleg og frábær og æðisleg.
En bara smá gleði pungtur inn í líf okkar..... ÉG ER AÐ KOMA Í ÞESSUM MÁNUÐI!!!!!!!!! AAAAHHHHH :D:D:D:D.
Takk en og aftur fyrir alla hjálpina með heimasíðuna mína hún er ekkert smá flott en ég er með smá samvisku bit að þú varst að eiða þínum tíma í þetta hjá mér :(.
En ég elska þig þú ert frábær og dásamleg og Guð á svo sannarlega verðlaun skilið að búa þig til.

Þin Fjóla Dögg og Moli mús

Anonymous said...

Heja Norge!
Skal mand bare skrife pa norsk sa du kan fosta hvad man er ved ad sige? de er gud sam du har bleved sa godt i norsk men du skal passe pa ikke glemme dene islandske muttemal.
Jeg blever du skal dar helt meget godt i denne arbejde, der er ikke noget mal for dig.
Her pa island de har bare snovet og snovet, mange arekstrer med bilene og mange mange kalt. Nu skal man byrje pa skafe bilenne nar man gar i skolen.
Han frode har det meget godt, med alle disse huser som han har, han kan blev meget rik, fordi huser er svo dyr. Mens jeg kan skile en meget god hilsen til hans.

PS: Mens du skal ikke hav nogen ahygger ad jeg kommer ikke med dig, Hjelte og Marie til Danmark ad siger hej til Marie S, jeg syntest ikkert ad jeg er skilen utundane.

Helga said...

Fjóla: Ég bara get ekki beðið eftir að fá þig í heimsókn!!! Takk fyrir hughreystinguna og stuðninginn.
Love ya :)

Kári: Do you speak english? En já takk fyrir vægast sagt mjög fyndið komment!!!