Thursday, September 25, 2008

Guð er góður

Ég átti fínan skóladag í dag. Ég þurfti reyndar að vakna klukkan 6 svo ég gæti labbað aðeins með Fróða áður en ég skildi hann eftir heima. Fróði er farinn að verða miklu rólegri, þó hann eigi enn mjög erfitt með að vera einn er hann hættur að fá svona "kvíðaköst" í tíma og ótíma. Ég er að vinna í sálmaverkefninu þessa dagana, en í dag fór ég og hitti Liv Sissel til að skrifa undir leigusamninginn. Hún sagði mér þá frá því að hún hefði líka verið á jentefesten og talað þar við konu sem stýrir fyrirbænaþjónustunni í MF. Hún og fleiri taka sem sagt að sér að biðja fyrir nemendum og starfsfólki skólans. Henni fannst endilega eins og það væri einhver tenging milli Liv og skólans. Liv var mjög hissa og sagði henni auðvitað frá mér. Þannig að þessi kona mun væntanlega heilsa uppá mig í skólanum einhvern næstu daga, en hún biður fyrir mér. Það er svakalega gott að vitaaf því og það er alveg ótrúlegt hvernig Guð vinnur.
En eftir skólann í dag var ég samferða Camillu sem er í seminargruppe með mér, við spjölluðum helling og hún beið eftir strætó með mér. Hún sagði mér frá Hundakaffihúsi hér í Osló sem ég ætla að fara á með Fróða á laugardaginn. Þar er hægt að fá ýmislegt gott bæði fyrir mig og Fróða og svo eru þeir með helling af flottum hundavörum í búðinni líka.
Eitt þeirra er hundataska á hjólum með hólf fyrir fartölvu og bækur. Þetta er bara mesta snilld fyrir mig því það þýðir að ég geti tekið Fróða með mér hvert sem ég fer.



Þetta er taskan (klikkið á myndina svo þið sjáið hana stærri), hún er bara til í svörtu, semsagt hinn liturinn er uppseldur hjá þeim, en ef þið stækkið myndina hér að ofan sést hvað hægt er að nota hana á marga vegu. Það er semsagt hægt að taka hjólin af henni og smella haldföngum á hana svo hún verði bakpoki. Svo eru bönd framan á henni til að smeygja bílbelti undir svo þetta er fínasta bílabúr líka. Svo er hægt að leggja hana á hliðina og þá er hún orðin bæli fyrir Fróða, en hún er fóðruð að innan.

Þetta er hinn liturinn á töskunni, sá sem er uppseldur



Hér er mynd af hólfinu framan á sem er fyrir tölvu og bækur.



Ég held að Fróði verði þó einna sáttastur með þessa fúnksjón, sérstaklega í vetur þegar það er orðið kalt að liggja á gólfinu í skólanum.

Guð blessi ykkur!


4 comments:

Anonymous said...

Frábært að það gangi betur með Fróða kall. Hlakka til að koma í heimsókn til þín þó það verði líklega ekki fyrr en næsta sumar :D

Kristín og voff voff

Anonymous said...

Sæl Helga mín!
Oh hvað ég er fegin að sjá síðuna þína. Hún er rosalega flott!
Til hamingju með allt sem þú hefur verið að gera. Stórkostlegt afrek hvað þú ert dugleg og seig að sigrast á alls konar uppákomum. En svona er að vera í útlöndum! Eitt er víst að maður lærir ótrúlega margt.
Vona að þér gangi vel með verkefnið þítt. Mundu það er svo mikilvægt að byrja svo kemur hitt smát og smátt.
Ég fékk fréttablað MF í gær og sá að ég þekki ennþá nokkra kennara þar.
Gangi þér vel með Fróða og allt annað sem þú ert að gera. Guð blessi þig dag hvern.
Kveðja
Kristín Sverris

Hjalti said...

hæhæ, rosalega ertu iðin við að blogga :D Gaman að lesa. (ekki mjög sniðugt samt að gefa upp heimilisfangið þitt á blogginu...) Brjálað að gera hjá okkur og alltaf frábært veður á Íslandi (búið að vera heiðskírt og 25 stiga hiti allann september :P) Skemmtu þér vel eða "have fun" eins og maður segir á norsku... :D
Kveðja
Hjalti og María Erla

Helga said...

Kristín: það verður geggjað stuð hjá okkur næsta sumar ;)
Kristín Sverris: gaman að sjá kommentið frá þér, og vita af því að þú kíkir hér inn öðru hvoru. Takk fyrir hughreystinguna :)
Hæ, Hjalti og María, já, ég reyni að drita einhverju hérna inn allavega vikulega. Ég er ekki alveg að kaupa þessa veðurspá hjá þér, þá væri ég nú bara komin heim aftur sko. :)