Tuesday, September 09, 2008

Ánægjulegur dagur

Dagurinn í dag var verulega ánægjulegur. Hann byrjaði reyndar ekkert svakalega ánægjulega. Fróði var alveg að fara yfir um af stressi og ég var svo utan við mig þegar ég fór út að ég gleymdi strætó passanum mínum. Ég þurfti þess vegna að borga í strætó og smygla mér í tvær T bane og lestina heim. Ég var sem betur fer ekki beðin um miða. Ég var svakalega ánægð þegar námsráðgjafinn sagðist ætla að kanna þetta með Fróða fyrir mig býð spennt eftir svari. Ég læt ykkur auðvitað vita um leið. Ég fékk svo að vita niðurstöðuna úr Bibelkurs prófinu mínu, en það var ekki gefin einkunn heldur annað hvort náðirðu eða ekki. Og ég náði!!! Ég var svakalega ánægð með það. Halla hringdi svo í mig og það var rosalega fínt að heyra í henni. Við ætlum að hittast um helgina og ég hlakka til.
Um sexleytið sótti ég Emilie á lestarstöðina. Ég hafði ekki tíma til að elda neitt handa okkur svo ég keypti bara kjúklingaleggi í spar og sallat með. Það var bara rosalega gott. Ég og Emilie spjölluðum allt kvöldið, til skiptis á norsku og ensku. Það var alveg æðislegt að fá hana í heimsókn og ég vona að við hittumst aftur sem fyrst.
Núna er klukkan að verða tólf hjá mér og ég ætla að koma mér í háttinn.
Góða nótt dúllurnar mínar.

No comments: