Wednesday, September 17, 2008

Læra, læra og læra aðeins meira

Gærdagurinn var fyrsti dagurinn hans Fróða í MF. Það gekk vonum framar. Litli kúturinn svaf af sér allan tíma, en hrökk svo ofsalega við þegar það kom hlé að hann gelti. Þá litu allir hundrað nemendurnir á mig og hlógu. Ég vildi helst hverfa ofan í gólfið, en Fróði kippti sér nú lítið upp við þessa athygli.
Áður en við Fróði fórum heim verslaði ég ýmislegt þarft. Þar á meðal voru blaðsíður fyrir nýtt námsár í filofaxið mitt, snúru til að tengja ipodinn við mac tölvuna mína - sem kostaði 2.000 krónur íslenskar takk fyrir. Ég kíkti svo í nokkrar dýrabúðir og keypti bein handa Fróða og fékk annað í kaupbæti því afgreiðslukonurnar voru svo hrifnar af honum. Ég verslaði svo helling í matinn í SPAR og keypti inneign á símann minn. Að lokum kíkti ég á dýralæknastofuna að kaupa fóður fyrir Fróða og athuga með að fá tíma fyrir hann útaf ofnæminu. Ég spjallaði við dýralækninn í afgreiðslunni sem ráðlagði mér frekar að kaupa ofnæmisfóður handa Fróða. Það var rándýrt, en þó ekki jafn dýrt og tími hjá dýralækni sem kostar 530 krónur norskar eða um 8.000 krónur íslenskar. Það er bara ráðgjöf, engin meðferð eða lyf tekin með í þessari tölu!!! Svo bannað að kvarta við mig ef ykkur finnst eitthvað dýrt á Íslandi eða þið fáið háan reikning frá dýra!
Í dag vaknaði ég eldsnemma og ég og Fróði fórum í skólann. Það var mjög áhugaverður fyrirlestur um Islam sem var mjög áhugaverður.
Ég er núna að læra og skipuleggja næstu daga, en ég er komin soldið eftirá í lestrinum þar sem ég er að sjálfsögðu mun lengur að lesa heldur en hinir og þarf sífellt að vera að fletta upp nýjum og nýjum orðum.
En orðaforðinn minn er að stækka og ég er töluvert fljótari að lesa núna en ég var.
Fjóla vinkona kemur í heimsókn 30. október, eða á 3ja ára afmælisdeginum hans Fróða míns og verður hér yfir helgina, eða til 3. nóv. Kristín kemur kannski líka, eftir því hvort hún getur látið það ganga varðandi skólann. Ég er himinlifandi að Fjóla kemur allavegana og hlakka ekkert smá til.
JIBBÝ!!!

2 comments:

Anonymous said...

Ég er að koma að heimsækja þiiiig ligga ligga láááiii!!!!!!! ;)
Knús dúlla

Fjóla og Moli

p.s. áttaði mig ekki á því að þetta væri afmælisdagurinn hans Fróða gegjað stuð og PARTÝ!!!!

Helga said...

Já, ég get ekki beðið!!!
Þetta verður besti afmælisdagur sem Fróði hefur átt, hann verður svoooo glaður að sjá þig líka :)