Thursday, September 04, 2008

I´m....reading...in the rain!!!

Jæja, lesturinn heldur áfram. Ég er komin í Matteusarguðspjall núna svo þetta er að koma, vonandi. Ég verð bara að fara yfir postulasöguna og Fyrra Korintubréf á einhverju hundavaði. Hér rignir og rignir, ég hef sjaldan séð annað eins. Það er komið lítið haf á rauðu stéttina fyrir framan hjá mér, sem ég kýs að kalla Rauða Hafið.
Ég og Fróði gátum ekki farið hringinn okkar í skóginum því að göngustígurinn hafði breyst í leðju og djúpur pollur hafði myndast á göngubrúnni. Þetta er bara einsog Nóaflóðið hérna.
Eins og þið hafið kannski tekið eftir hef ég gefið blogginu mínu smá facelift, í von um að þið verðið þá enn duglegri að lesa það ;)
Á morgun fer ég í norskutíma og þaðan beint í prófið. Eftir prófið hitti ég Ástu Haralds á Majorstuen T banastöðinni því hún er með dót handa mér frá mömmu. Svo er það beint aftur í tíma áður en ég er komin í helgarfrí.
Það er engin lausn komin enn varðandi Fróða, en það er svo sannarlega bænarefni að biðja fyrir því, í næstu viku er ég í skólanum alla dagana.
Ég sakna ykkar allra alveg hrikalega, en ég hef sem betur fer ekki haft mikinn tíma til að hugsa um það. Hafið það gott á klakanum!

4 comments:

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófinu á morgun!

við söknum þín líka en það verður þá bara mun skemmtilegra þegar við hittumst þegar þú kemur heim!

x
Anna

Anonymous said...

Her hefur ekki rignt einn dropi sidan vid komum, eg er ordin rosaspennt ad komast heim og hitta Mola minn. Heyri betur i ther thegar eg kem heim.

kv. Fjola

Anonymous said...

Hvernig gekk þér í prófinu?
Ég sakna þín líka mikið og hlakka til að sjá þig um jólin og koma svo í heimsókn :D

Kristín og voffarnir

Helga said...

Anna: takk! Já, það verður bara æði að koma heim.
Fjóla: Ég hlakka líka til að fá þig heim og í tölvuna :þ
Kristín: það gekk bara nokkuð vel í prófinu :)
P.S. ég hef ákveðið að jólin eigi að vera í október í ár ;)