Monday, September 15, 2008

Myndir!!!

Í dag var heldur einmannalegur dagur. Ég gerði ekkert annað en að læra og þess á milli fara út með Fróða. Á morgun eru fyrirlestrar og ég er hálfkvíðin að fara með Fróða, en ég vona það gangi bara vel. Hann er búinn að vera soldið slæmur af kvíðanum, var svaka stressaður í dag og hélt alltaf að ég væri á leiðinni út, frá honum. Hann er líka frekar slæmur í húðinni og ég þarf að kíkja til læknis með hann sem fyrst. Ég vona það kosti ekki of mikið.

Þetta græna þarna á gólfinu er dýnan sem við blésum upp, en Fróði vildi frekar vera á rúminu mínu.

Blokkin mín og blokkin við hliðina á. Takið eftir stiganum á hægri hlið vinstri blokkarinnar. Maður þarf að vera í ágætisformi til að príla þetta á hverjum degi.

Ég og Fróði minn í skóginum þar sem við löbbum á hverjum degi.

Ég með músina mína.
Við rákumst á þetta hrikalega skógarskrímsli og festum það á filmu.

Hmmm.... hvar eru Helga og Fróði????

Nei, ég vil ekki fara þessa leið mamma!

Niður við sjóinn.

Mjög falleg mynd af mér og nefinu hennar Höllu.

Halla og Fróði.

Fróði ætlaði aðeins að fá að gefa Höllu koss.

Hvar er Halla?

Skógardísin sem við hittum.

Fróði í laufinu, sjáið hvað varirnar og kinnarnar eru rauðar eftir að naga búrið sitt þegar hann er einn.

Í Noregi eru tréin aðeins hærri en heima.

Og nú ætla ég í háttinn!
God natt!



4 comments:

Fjóla Dögg said...

JEYYYY myndir

En ég veit að þetta verður frábært í dag Fróði er svo góðu og rólegur. Knús dúlla og við sjáumst

Kv Fjóla

Kári said...

Flottar myndir! Hvor blokkin er þín blokk, þessi hægra eða vinstra megin?
Hvernig gengur fróða í skólanum? Helduru að hann nái einhverjum prófum?

Anonymous said...

Gaman að sjá myndir :)
Sæt myndin af þér og Fróða

Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Fjóla: takk fyrir þessa hughreystingu :)
Kári: Blokkin mín er hægra megin. Fróða gengur bara ljómandi vel í skólanum, svaf reyndar af sér alla tímana i dag, en hann fær bara símat og þarf ekki að fara í nema eitt munnlegt próf.
Kristín: Já, er það ekki :)