Thursday, September 11, 2008

Framfarir

Í gær hitti ég Höllu og við borðuðum saman hádegismat heima hjá mér áður en við tókum strætó niður í bæ. Þar kíktum við m.a. í Bok og Media sem er kristileg bókabúð og ég keypti svona merkimiða fyrir flottu norsku Biblíuna mína. Ég var bara í einum tíma í dag, en það gekk samt mjög vel. Ég er farin að skilja kennarana miklu betur byrjuð að tala norskuna miklu meira. Hvert einasta skref og hverja einustu stund er Guð með mér og vakir yfir mér og sér fyrir öllu. Það er alveg yndislegt hvernig Hann hefur haldið mér uppi síðustu daga og vikur.
Því miður var námsráðgjafinn minn ekki við í dag svo ég hef enn ekki fengið að vita hvort Fróði megi koma með mér í skólann. En ég hef ekki svo miklar áhyggjur, ég treysti Guði fyrir þessu, Hann hefur séð fyrir öllu öðru hingað til.

3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir upplyftinguna vinkona ;)
Þú ert best.

Kv Fjóla

Kári said...

Gott að heyra hvað það er allt farið að ganga vel. Við Lára fáum íbúðina okkar afhenda ídag svo hjá okkur er það bara flytjaflytjaflytja núna!

Helga said...

Fjóla: Mín var nú ánægjan :)
Kári: Vá, það er semsagt nóg að gera hjá þér. Kannski rekstu þá einhverstaðar á afmælisgjöfina mína ;)
En gangi þér vel með alla þessa flutninga og ég bið að heilsa Láru :)