Tuesday, September 23, 2008

Viðburðarríkir dagar

Jæja, það er víst tími kominn til að setja inn bloggfærslu hérna. Helgin hjá mér var bara ágæt og nokkuð viðburðarrík. Á laugardeginum fór ég í Ekebergsletta hundagarðinn með Fróða. Það er ofsalega fallegt þarna og túnið fyrir hundana er risastórt. Það voru því miður bara stórir hundar þarna svo að Fróði hélt sig bara við lappirnar á mér og þorði ekki að leika við hina hundana. Ég hitti svo Höllu og við fórum sama í Ekeberghallen, þar sem jentefest var á vegum Jesú kvenna. Rebecca St. James var með tónleika og Fróði fékk að koma með. Það var rosalega gaman að vera þarna ásamt ca 400 öðrum stúlkum og konum og hlusta á Rebeccu og fleiri frábæra tónlistarmenn syngja og lofa Guð.
Á sunnudeginum var ég með höfuðverk og magaverki, svo ég gerði ekki það sem ég ætlaði mér í sálmaverkefninu. Í gær fór ég til Höllu eftir 6 klukkustundir af fyrirlestrum. Við kjöftuðum og máluðum með vatnslitum á meðan við horfðum á Dr. House.
Fróði er orðinn svaka númer í skólanum og bæði kennarar og nemendur flykkjast að okkur í hrönnum til að fá að heilsa uppá hann. Fróði er bara sáttur með athyglina og rúllar sér á bakið á meðan einhver klórar á honum mallann og bak við eyrun. Hann stendur sig einsog hetja og það heyrist aldrei neitt í honum. Ég er byrjuð að ná betri tökum á norskunni og fólk er rosalega hissa hvað ég hef tekið miklum framförum á stuttum tíma.
Eftir Kristendoms historie tímann í dag fór ég í Háskóla Oslóar til að fá svona Studie Bevis svo ég gæti keypti nýtt mánaðarkort í lestarnar. Ég kíkti nottla í bókabúðina þar í leiðinni og keypti voða fína möppu og bók til að skrifa í til að hjálpa með skipulagið.
Ég er komin með Personnummer (kennitölu) eftir langa bið og á morgun hitti ég Liv til að skrifa undir leigusamninginn. Ég ætla svo að stofna reikning hjá PostBanken, eftir að hafa verið ráðlagt að fara þangað af samnemendum mínum, á morgun.
En í kvöld ætla ég að lesa um Lúther og Reformasjonen fyrir Salme oppgaven.
Ha en kjempe bra dag!

2 comments:

Anonymous said...

Æðislegt hvað það gengur vel með Fróð hann er svo mikið krútt :) Verður að prófa túnið aftur seinna og gá hvort það verði ekki einhverjir litlir þá :D

Kristín og voff voff

Helga said...

Já, ég á pottþétt eftir að kíkja aftur á þetta tún :)