Í dag hafði ég samband við tengiliðinn fyrir alþjóðlega nemendur í MF. Ég sagði henni að mér hefði ekki tekist að finna skólastofuna sem prófið væri haldið í og enginn getað hjálpað mér. Hún var svartsýn að ég gæti fengið að taka þátt í norskunámskeiðinu vegna þessa. Þetta olli mér miklum áhyggjum svo ég sendi henni mail til að undirstrika mikilvægi þess fyrir mig að fá að vera með í þessu norsku námskeiði. Hún misskildi meilið illilega og leit á það sem einhverskonar persónuárás af einhverjum ástæðum og var vægast sagt harðorð þegar hún svaraði mér. Benti mér meðal annars á að ég hefði ekkert erindi að vera í almennu Guðfræðinámi í MF þar sem ég talaði ekki norsku. Ég er gjörsamlega miður mín yfir þessu og sendi henni mail þar sem ég útskýrði að meiningin hefði alls ekki verið að gagnrýna einn eða neinn.
Þetta eyðilagði fyrir mér restina af deginum og ég hef ekki haft eirð í mér til að læra sem ég þarf þó nauðsynlega að gera, því ég er komin svo stutt á leið í Biblíulestrinum og prófið er á föstudag.
Mér líður alveg hrikalega og veit ekki hvað ég á af mér að gera.
Á morgun ætla ég að mæta í skólann og reyna að ná tali af þessari manneskju og leiðrétta þennan hræðilega misskylning.
Þetta verður að teljast að minnsta kosti næstversti dagurinn minn hér úti.
No comments:
Post a Comment