Saturday, August 30, 2008

Önnur lestrarvika hafin

í gær mætti ég tímanlega í skólann fyrir norskuprófið sem átti að vera klukkan 9:30. Því miður var ekki nokkur maður sem kannaðist við þetta próf, og alþjóðlegi stúdentaráðgjafinn ekki við svoleiðis að ég gat ekkert gert nema setjast við borð og læra áður en fyrirlesturinn minn byrjaði kl. 12:15. Ég settist hjá bekkjarsystur minni og við spjölluðum soldið saman. Mesta snilldin var þó sú að ég hringdi í númer þar sem auglýstar voru notaðar skólabækur og hitti stelpu í skólanum sem var að selja bækurnar sínar. Ég fékk því allar námsbækurnar á 2.400 krónur (norskar, Kári minn :)) í stað 5.600 króna. Ég var alveg í skýjunum með það. 
í dag var sól og steikjandi hiti að vana. Ég fór út að labba með Fróða í blíðunni og við trítluðum útí búð að kaupa smá laugardagsgúmmelaði. Þegar ég kom heim settist ég útí sólina með góða bók. Um fimmleitið þegar ég var að labba með Fróða í skóginum hringdi Klara í mig og bauð mér í mat. Ég og Fróði tókum því lestina til þeirra klukkan sex. Íris náði í mig á lestarstöðina. Hún og Thomas og Helena litla borðuðu með okkur svakalega góðan mat og súkkaliðís með dæmkúlum í dessert. Það var alveg rosalega fínt. Klara hrósaði Fróðalúsinni í bak og fyrir  því hann var svo stilltur. Helena mátti gera allt við hann, datt meira að segja einu sinni óvart ofaná hann og Fróði lagðist bara á bakið og horfði á hana með stórum brúnum augum. Klara sagði að ég ætti bara að fá vottorð hjá sálfræðingnum mínum um að ég þyrfti að hafa með Fróða með í skólann útaf kvíðanum og svona. Annars eru þrír búnir að taka miða með númerinu mínu og netfanginu varðandi pössun fyrir Fróða. Ég vona að einhver hafi samband fljótlega. 
Helena er rosa skotta. Alltaf voða gaman og nóg að gera hjá henni. Algjört krútt. 
Fróði er með hausinn ofan í tómum nammipoka, en hann fékk blautmat í dag í tilefni nammidagsins mikla. 
Ég fékk svo skilaboð frá Emilie á Facebook, en hún var með mér á Biblíuskólanum í Englandi. Síðast þegar ég vissi bjó hún í Bergen en mér til mikillar ánægju hefur hún nú flutt Ski sem er í ca tuttugu mínútna fjarlægð með lest. 
Nú sit ég og glápi á kassann, en fer fljótlega í háttinn. Á morgun ætla ég að vera dugleg að lesa fyrir Biblíuprófið og kannski kíkja í hundagarðinn með Fróða ef veðrið er gott.

2 comments:

Kári said...

vá hvað þú fékkst góðan díl á þessum bókum maður. Mínar kostuðu meir en 20 sinnum meira þó þær hafi kannski ekki verið norskar, sé ekki hvað það kemur málinum við...
Hver eru Thomas og Helena? Heita þau ekki klara og Sævar? Ég er alveg ruglaður núna. En tekuru á ekkert norskupróf? Ég hef aldrei vitað um eins ruglingslegt blogg á ævi minni..

Helga said...

Haha, ég hefði átt að setja inn eina svona auðlesna færslu bara fyrir þig :) Ég fór í mat til Klöru og Sævars, Íris dóttir þeirra var þarna líka og Thomas kærastinn hennar og Helena dóttir þeirra ;)
Ég veit ekki hvað verður með þetta norskupróf, fæ ekki að vita neitt meira fyrr en á morgun, þvi miður. En það er víst ekkert spes veður í dag, svo ég sit bara hér heima við lesturinn, sem er ágætt sosem.