Saturday, August 23, 2008

Ég er að fara í Nordmarkskapellet!

Ég er að fara að pakka núna því ég fékk leyfi til að hafa Fróða með mér til Nordmarkskapellet um helgina. Hann má s.s. vera með en ég á helst að hafa hann úti eða í klósettbyggingunni, svo ég hugsa ég verði að dröslast með búrið hans með mér, en frá lestarstöðinni er rúmlega klukkutíma ganga í kapelluna í gegnum einhvern skóg. 
Takk fyrir allar bænirnar og ég vona þið eigið ánægjulega helgi. 

4 comments:

Anonymous said...

Þarftu að dröslast með búrið með þér alla þessa göngu? Rosalega eru Norðmenn eitthvað hræddir við hunda, aldrei myndi mér detta í hug að það væri bannað að hafa hunda í útilegu!
Sjálfur var ég í útilegu í gær, fyrir utan að það var svo hræðilegt veður að við gáfumst upp og stungum af uppúr miðnætti. Við erum alltof miklir plebbar fyrir tjöld!
Ég vona þú hafir verið að fylgjast með handboltanum, Íslendingar unnu Spánverja í gær og tryggðu þér því a.m.k. silfur en við spilum upp á gullið snemma í fyrramálið!! og við gerumokkargerumokkargerumokkargerumokkar besta!!
Ég hef farið tvo daga í skólann núna, gengur ágætlega. Fyrirlestrarnir eru stærri en ég hélt, eða við erum um 200 í tíma. Frumulíffræðin er sérstaklega hryllingur, bókin er mjööööög torskilin og kennarinn er ennþá torskilnari! Ég vona bara að það eigi eftir að reddast.
En gast þú farið á einhverja alþjóðabraut og valdir að gera það ekki? Hvorfor?! er það bara harkan 8!
Þvílíkur sjokker að það sé nice fólk þarna í guðfræðinni, ég hélt þetta væru allt brjálæðingar upp til hópa!
Bið að heilsa Fróða, ekki laust við að maður sakni hans smá þegar maður missir smá matarleifar á gólfið. Núna þarf að þrífa þær upp!

Anonymous said...

Frabaert ad Frodi fai ad koma med skemmtu ter alveg svakalega vel ;)

Kv.Kristin

Fjóla Dögg said...

Gegjað gegjað að þú fékkst að taka hann með. Dúlla vertu í bandi þegar þú færð kortið ;)

Heyrumst

Helga said...

Kári: Ég ákvað á síðustu stundu að vera ekki að dröslast með búrið, sem betur fer. En þett var ekki tjaldútilega heldur gistum við í Nordmarkskapellet sem er soldið einsog mini sumarbúðir. Ég skrifa um þetta allt saman á morgun :) Leitt að þú hafir þurft að stinga af úr útilegunni þinni vegna veðurs, hjá mér var hitinn um 30 gráður, s.s. steik.
Ég vissi ekki að frumulíffræði væri hluti af því sem þú þyrftir að læra í fjármálaverkfræði? En þú klórar þig framúr þessu, einsog alltaf :)
Kristín; Takk fyrir það og ég vona að þú sért að njóta Ameríkunnar.
Fjóla: Já, það var alveg æðislegt, ég geri það :)