Ég fór því með hálfum hug í skólann í dag. Fyrsti fyrirlesarinn var Hanna Birgitte, en hún er frá Suður Noregir og talar mállýsku sem gæti allt eins verið kínverska fyrir mér og notast ekki við powerpoint. Hryllingur semsagt. Í hádegishléinu fékk ég mér grjónagraut í mötuneytinu og settist hjá tveim stelpum á mínum aldri. Við fórum að spjalla, á ensku, þá hafði önnur þeirra verið skiptinemi í USA í eitt ár á skólastyrk. Þær voru báðar rosalega fínar og það var svakalega fínt að sitja þarna og kjafta við þær, svo fínt reyndar að grauturinn minn varð kaldur og ég kom 10 mínútum of seint í tímann. Þær bentu mér á að það yrði norsku námskeið fyrir alþjóðlega nemendur einhverntímann á önninni.
Næsti tími var hjá Kristinu sem er heldur skiljanlegri og notar powerpoint. Thank God. Eftir tímann fór ég uppí Studenta móttökuna til að spurjast fyrir um norsku námskeið. Áður en ég náði að segja annað en að ég héti Helga og væri frá Íslandi stóð konan upp og tók í hendina á mér og bauð mig velkomna. Hún héti Klara og hefði talað við mig í símann. Næst spurði hún mig hvort ég væri ekki komin útaf norskunámskeiðinu. Ég átti ekki til orð. Hvernig í ósköpunum vissi hún það!? Hún sagði að það væri svo flott hjá mér að fara bara beint í djúpulaugina og vera ekki í sérprógrammi með hinum alþjóðlegu nemendunum. Hún var búin að senda mail á international coordinatorinn og vonandi næ ég tali af henni í næstu viku. Í dag var verið að gefa helling af dóti í skólanum til að auglýsa ýmis fyrirtæki. Ég fékk dömubindi, pakkasúpur, uppþvottaduft og allskonar dót.
Um helgina er ferð til Nordmarkskapellet sem er svona svipað og Vatnaskógur hér hugsa ég. Ég hringdi í þann sem sér um ferðina og spurði hvort Fróði mætti koma með. Hann sagðist ekki vita það, en héldi ekki en benti mér á að fara á heimasíðuna og athuga. Ég hringdi og sendi email, en enginn svaraði. Svo ég er orðin nokkuð svartsýn á þetta. Þið megið endilega biðja Guð að opna einhverj leið fyrir mig að komast þangað.
No comments:
Post a Comment