Þakka ykkur öllum fyrir bænir ykkar og hughreystingarorð. Það er nokkuð ljóst að dagurinn í dag var afleiðing alls þessa. Það var reyndar erfitt að vana að setja litla laufið mitt inní búr áður en ég fór í skólann, en þegar þangað kom gekk allt mjög vel. Ég fékk aðstoð við það sem ég þurfti og það allra besta var að ég fann útúr því hver væri námsráðgjafinn fyrir BA nemendurna í Guðfræði, s.s. mig. Ég fór og talaði við hana í allavega svona þrjú korter og það var alveg frábært. Hún var afskaplega elskuleg og útskýrði helling fyrir mér. Mér leið svo miklu betur eftir að tala við hana. Ég sagði henni frá kvíðanum og að það væri búið að vera erfitt þessa fyrstu daga í skólanum og hún sagði að ég mætti koma og tala við hana hvenær sem er.
Þegar ég kom heim var hitinn eflaust kominn upp í 28 gráður. Ég og Fróði fórum í langa göngu í skóginum og það var rosalega fínt. Við vorum reyndar bæði bitin í bak og fyrir af hinum ýmsu norsku pöddum. Þegar við vorum eiginlega nýkomin innúr dyrunum heyrði ég svaka læti og svo kom þessi líka hellidemba, þrumur og eldingar og læti. Það var reyndar heldur óheppilegt því í dag var þvottadagur og ég þurfti að hlaupa ca 5 ferðir fram og tilbaka upp í þvottahús í grenjandi rigningu.
Nú er ég komin heim og uppí rúm og Fróði kúrir við hliðina á mér.
Klukkan er að verða hálfátta og komin tími á pakkasúpuna.
Guð blessi ykkur
No comments:
Post a Comment