Monday, August 18, 2008

Fyrsti skóladagurinn

Ég fór á fætur klukkan korter í sjö í morgun og eftir að narta í múslí sem ég hafði enga lyst á fór ég með Fróða í smá labbitúr áður en ég setti hann inní búr. 
Ég átti að mæta kl. 9 og þurfti því að leggja af kl.8 til að ná lestinni í Ljan kl 8:14 niður á Jernbanetorget í Oslo S og þaðan T-banen niður í Majorstua, en þaðan er ca 10 mín. labb í skólann. 
Þegar ég kom í skólann var fullt af fólki klætt í svarta boli merkta MF að framan og Fadde að aftan sem bauð mann velkominn og vísaði manni í matsalinn þar sem ég fékk pappírana mína og var vísað í Faddegruppe 8. Eftir klukkutíma kynningu þar sem starfsfólk skólans og direktorinn kynntu ýmislegt merkilegt (sem ég skildi ekki alltaf hvað var) fengum hádegismat saman. 
Í Faddegrúppunni minni voru ca 10. Ég var sú eina sem ekki talaði norsku. Þetta gekk samt ágætlega og við fórum um allan skólann að skoða leikfimisalinn, sturturnar, bókasafnið og námssalina. 
Ég var orðin svakalega þreytt þegar klukkan var orðin hálfþrjú. Ég datt inn og út þegar eldri nemendurinr voru að tala og skildi ekki nærri því allt. Nossararnir voru samt hissa á hvað ég skildi mikið og var dugleg að reyna að tjá mig eftir svona stuttan tíma í Norge. Dagurinn endaði svo á kynningu á netinu sem við notum hérna í skólanum, en þetta er allt svo tæknivætt að það liggur við að maður þyrfti gráðu frá Háskóla Reykjavíkur.
Ég flýtti mér svo heim og eftir að hafa stokkið uppí ranga lest og lengt þannig heimferðina um korter komst ég loks heim til Fróða míns. 
Hann var búinn að ná í hornið á lakinu mínu og það var allt tætt og blóðugt eftir tennurnar hans. Hann var svakalega æstur þegar ég hleypti honum út og ég leyfði honum aðeins að hlaupa á túninu, eða þangað til nágranni minn kom með hvíta Terrier rakkann sinn, en Fróða og honum semur vægast sagt illa. Terrierinn er bara 17 mánaða og er með þvílíka stæla við Fróða sem er hálfhræddur við hann og geltir bara á hann.
Ég er núna heima uppí rúmi að skrifa þessa færslu, gjörsamlega búin á því. Ég þarf samt að mana mig uppí annan labbitúr með Fróða áður en ég útbý auglýsinguna um pössun fyrir Fróða og fæ mér eitthvað í gogginn.
Hilsen, Helga

5 comments:

Fjóla Dögg said...

Æ elsku Fróða kallin minn.

Guði er ekkert um megn Helga mundu það hann min hjálpa þér að finna pössun fyrir Fróða þar sem það var nú hann sem sendi þig þarna út og ekki ætlar hann að fara að láta þér líða illa með það og láta þig hafa áhyggjur af Fróða sín. Ég bið fyrir þessu og vonast til að allt gangi vel.
Gaman að heyra með skólan og þetta hljómar mjög vel. Ekki gleyma að borða þú verður að hafa orku til að takat á við allar þessar breytingar og áhyggjur og allt sem fylgir því.
Gnús dúlla sakna þín endalaust fer að pannta flugið fljótlega bara hafa Davíð með í því.

Kær kveðja Fjóla, Moli og Aris

Helga said...

Takk fyrir þessi orð, Fjóla mín. Ég veit að Guð er með mér í þessu, það er bara svo erfitt að vera í óvissunni. Ég ætla að passa vel uppá að borða og taka ávexti með mér í skólann og svona, fékk mér rosa góða bollasúpu í kvöldmat ;)
Fróði jafnaði sig furðufljótt og við erum búin að fara í labbitúr í kvöld og nú kúrir litla músin mín hjá mér. Ég er svo fegin að hafa hann hjá mér.
Knús á þig og Guð blessi þig, Fjóla mín.
P.S. Ég ætla að kíkja á tímaplanið hjá mér og koma með uppástungur hvaða tími gæti hentað mér, ef einhver er betri en annar, ég sendi þér bara mail á morgun eða hinn ;)

Anonymous said...

Blæðir úr tönnunum á Fróða þegar hann nagar hluti? Eða var það kannski lakið sem blæddi út. Ég skil hvorki upp né niður í þessu!
Þú hefði nú ekki verið Helga systir ef þér hefði ekki tekist að taka ranga lest og villast aðeins. Ánægður að heyra samt hvað þú ert dugleg í norskunni.

Fjóla Dögg said...

já ég er alveg samála Kára þarna þú værir ekki Helga nema ef þú næðir að ruglast smá hvert þú ættir að fara ég kannast við það Kári ;D.

Kv Fjóla

Helga said...

Heyrðu! Þið hafið ekki mikla trú á ratvísi minni! Þetta er nú gjörsamlega óverðskuldað!!!

En Kári, það blæddi úr gómnum á Fróða þegar hann var að tæta lakið. Það blæðir ekki venjulega þegar hann nagar, þetta var bara þráhyggjuhegðun að tæta þetta lak þegar hann var einn.