Tuesday, August 19, 2008

Skrautlegur dagur

Dagurinn byrjaði á hræðilegum magaverkjum sem meinuðu mér að mæta í morgunmessuna klukkan 10. Ég var frekar svekkt, en dröslaðist svo í skólann kl. tvö því mér skildist að þá ætti ég að mæta í tíma. Það reyndist hin mesti misskilningur en tíminn hafði verið klukkan tólf. Þetta var þó ekki alger fýluferð því kennarinn var enn við og ég náði þess vegna tali af honum. Hún útskýrði fyrir mér að það væru tvær námsleiðir sem ég þyrfti að velja um. Nr. A væri að taka alla kúrsana í einu, vinna nokkur hópverkefni á önninni og fara svo í eitt próf úr þeim öllum. Nr. B er að taka einn kúrs í einu, skila einstaklingsverkefni úr hverjum fyrir sig og fara svo í þrjú próf i desember. 
Ég hugsa að ég velji kost A, þar sem þá á ég meiri möguleika á að kynnast hinum nemendunum og læra norskuna betur. Einnig er gott að hafa stuðning af öðrum í verkefninu. 
Ég fór líka og spurðist fyrir um hvort leyfilegt væri að hafa hunda í skólanum. Það er því miður einungis leyfilegt ef maður getur sýnt fram á að maður þurfi á því að halda. 
Það kemur mér reyndar ekkert rosalega á óvart. Hins vegar uppgötvaði ég mér til mikillar gleði að stundataflan mín er ekki alveg rétt, heldur er ég skráð í enn kúrs umfram það sem ég á að vera í. Svo það eru ekki margir langir skóladagar þar sem Fróði þarf að vera lengi einn heima. 
Ég er annars búin að setja upp auglýsingu hér í blokkinni eftir einhverjum sem væri til í að passa Fróða fyrir mig á daginn. hér er soldið af eldra fólki sem er kannski mikið heima á daginn og þætti gott að hafa félagskap. Fjóla stakk uppá að setja upp auglýsingu á dýralæknastofunni og ég ætla að gera það í vikunni líka. 
Seinnipartinn komu Klara og Sævar og fóru með mér að skila ofninum sem ég keypti í Oslo á laugardaginn. Það gekk allt vel og ekkert mál að fá að skila honum og fá nýjan. Klara keypti líka handa mér diskamottur og kerti á borðið sem er mjög sætt. Ég nýtti líka tækifærið og keypti þvottakörfu, sem ég hefði annars þurft að drösla í lestina. 
í kvöld vígði ég nýja ofnin og hitaði í honum restina af pizzunni sem ég og mamma pöntuðum í síðustu viku. Ofninn virkaði fínt og pizzan bragðaðist vel svo ég er bara mjög ánægð. 
Nú sit ég uppí rúmi og horfi á imbann og hef það bara nokkuð náðugt eða koselig eins og nossarinn mundi segja, og vona að þið hafið það koselig líka :)

4 comments:

Anonymous said...

Gaman ad fa frettir af ter ;)

Krisitn i USA

Fjóla Dögg said...

Guð blessi þig og varðveiti Helga mín verum í tölvu- og ölru bandi.

Knús Fjóla og voffarnir

p.s. knúsaðu fróða í kram frá okkur hérna á Fróni

Fjóla Dögg said...

Helga viltu biðja með mér fyrir þessu að það megi vera Guðs vilji í þessu máli vegna þess að ég á erfitt með mig með þennan.

http://hundaspjall.is/phpbb/viewtopic.php?t=8776

Ég ætla að leggjast á bæn fyrir þessu að ef þeta er einhvað sem er Guði sættanlegt þá meigi hann opna frir mér leiðir. Ekki samt taka því að ég sé búin að ákveða neitt. Davíð er ekkert rosalega jákvæður skiljanlega kanski en viltu biðja fyrir þessu með mér að Guð láti hans vilja vera sem er bestur fyrir mig.

Kv Fjóla og Moli

Helga said...

Ég skal gera það, Fjóla mín. Það er reyndar soldið fyndið að ég var að skoða auglýsinguna um hann á hvuttum og varð hugsað svo til þín. Skil vel að þú sért veik fyrir honum.
Ég mun hafa þetta í bænum mínum :)
Knús á þig.