Monday, August 25, 2008

Ferðin til Nordmarkskapellet

Ferðin um helgina var mjög fín. Ég var svo gjörsamlega búin á því þegar ég kom heim í gær að ég bara orkaði að segja ykkur frá henni þá. Ég lagði semsagt af stað á laugardagsmorgni. Ég nennti 
ómögulega að dröslast með búrið hans Fróða m
eð mér, og þegar ég kom í strætóinn uppgötvaði ég að í stressinu hafði ég farið út á sandölunum. Þetta gerði mér nokkuð erfiðara fyrri í eins og hálfstíma gönguna í gegnum skóginn og að Nordmarkskapellet, sem sést hér til vinstri.
Við vorum 
ca 20 frá skólanum og flestir nýnemar einsog ég. Veðrið var alveg geggjað allan tíman og á laugardeginum fór ég í gönguferð með hinum nemendunum. 


Þegar við komum til baka kom ég mér fyrir í   svefnskála
num     mínum (á myndinni
til vinstri), en þeir voru tveir. Það hafði verið tekið 
ákvörðun um að þeir sem væru með hundaofnæmi gætu sofið í hinum svefnskálanum, svo ég fékk að hafa
 Fróða hjá mér inní herbergi með fjórum öðrum stelpum svo ég var mjög án
ægð með það. Við fórum svo í leiki og spjölluðum og borðuðum góðan mat saman á laugardeginum. Um kvöldið var svo kvöldvaka og það vara svaka kósí. Ragnhild, önnu
r leiðtoganna var með hugvekju og Sigurd, maðurinn hennar spilaði
undir á píanóið meðan við sungum sumarbúðarsöngva.Fróði fékk auðvitað svolitla athygli enda bara sætastur. 
Á sunnudeginum sátum við mestmegnis útí sólinni að spjalla. Ein stelpan sem var með mér í herbergi býr líka í Nordstrand og hún benti mér á hundagarð í Osló þar sem ég fariðmeð Fróða og hann hlaupið laus. Ég ætla að prófa það núna í vikunni, ef veðrið verður gott, þar væri svo gaman fyrir hann að hitta einhverja voffa til að leika við.
Hér er reyndar 
soldið mikið af Dachshund, eða 
pulsuhundum og þeir eru bara sætir. Fróði er líka mjög hrifinn af þeim. Annars sátum við mestmegnis úti á sunnudeginum og borðuðum hádegismat og spjölluðum.  

Ég verð líka að setja inn mynd af klósettinu þarna, en það er hið frumstæðasta sem ég hef nokkru sinni séð. 
Við héldum svo heim um tvöleytið. Það var alveg steikjandi hiti og ég var orðin svaka þreytt að bera farangurinn minn. Strákurinn í hópnum sem ég var í (við vorum 5) bauðst til að halda á svefnpokanum mínum og það bjargaði mér alveg. Ég er svakalega fegin að ég komst með í þessa ferð. Mér leist bara mjög vel á þessa krakka og það var mjög gaman að spjalla við þau. 

Ég svaf svo framundir hádegi í dag enda alveg búin á því. Ég kíkti svo í póstkassann minn og sá að þar beið mín hellingur af bréfum. M.a. kortið frá Kristínu, kortið frá Kaupþingi - það sem Lára sendi mér fyrst og er búið að loka, svo það hjálpar því miður ekki, og svo þónokkrar tilkynningar frá pósthúsinu í Nordstrand um að kassarnir sem ég sendi mér væru komnir. Ég hringdi á pósthúsið til að vita hvort ég gæti fengið þá senda heim, en það er því miður ekki hægt nema maður sé með kreditkort, svo ég verð að finna eitthvað útúr þessu á morgun. 
Ég hef þetta ekki lengra í bili, en vona að þið eigið góðan dag :)

P.S. það gekk eitthvað illa með þessir myndir, en þið getið séð þær stærri á myndasíðunni minni, www.flickr.com/helgublogg

4 comments:

Anonymous said...

Já þetta hljómar bara einsog hin fínasta ferð sem þú skrappst í, hefur vonandi eitthvað getað fínpússað norskuna.
Ég gerði ekkert um helgina og að var alveg ágætt bara, er núna bara í skólanum. Sefur þú svo bara til hádegis? Er þetta ekkert nám þarna úti? issss

PS með myndirnar, þá er líka hægt að hægri-klikka á þær (ctrl click á mac-tölvu) og velja að fá að sjá þær í nýjum glugga, þá eru þær aðeins stærri

Anonymous said...

Vá gaman gaman mynditr.

Mér finnst alveg magna að skálunum var bara skift eftir ofnæmi og ekki ofnæmi og allir sáttir á bara ekki til orð

Kv Fjóla og Moli

Anonymous said...

Frábært með skálana að skipta þessu svona =)
Gott að kortið er komið það er ekkert smá sem þetta tekur langan tíma ég er komin heim þegar kortið kemur hélt þetta tæki bara örfáa daga

Kv. Kristín, Aris og Sóldís

Helga said...

Kári: Já þetta var bara mjög fín ferð. Við erum í einhverskonar lestrarfríi núna, svo ég á að vera lesa í Gamla testamentinu núna því svo er próf 4 september.
Fjóla: Já, það var alveg geggjað að þeir skyldu bara skipta þessu svona. Allir voru voða jákvæðir og einginn var ósáttur við að hafa Fróða með.
Kristín: Já, það tók líka lengri tíma því það vantaði að vísa í co Liv Sissel Løvik í Adressunni. En takk fyrir kortið, það var mjög sætt :) Og velkomin á klakann aftur :)