Wednesday, November 26, 2008

Jólalegur dagur

Ég skilaði af mér vekefnunum 3 mínútum áður en að skilafresturinn rann út og var í svo miklu stressi að ég hafði gleymt veskinu mínu heima. Hér þarf maður semsagt að sýna skilríki þegar maður skilar svona verkefnum af sér, en sem betur fékk ég að sleppa með strætókortið. En semsagt, ég hafði þetta af og nú er bara að bíða og sjá hver einkuninn verður en samanlagt gilda þessi verkefni 70% af heildareinkunn!!! Þá er bara eftir prófið sem gildir 30% og er úr öllu efninu í Pensum. Ég og Camilla og Marte og kannski fleiri ætlum að reyna að hittast reglulega fyrir prófið og fara saman yfir efnið sem við eigum að lesa og reyna að skipta því soldið á milli okkar.
Í dag var boðið uppá ókeypis jólagraut í hádeginu í skólanum í tilefni þess að jólin nálgast. Á meðan við borðuðum grautinn söng skólakórinn jólalög og það var ekkert smá jóló. Eins og þetta væri ekki nóg fór ég í kvöld í jólaboð heima hjá tveim stelpum úr seminargrúppunni minni en þær buðu allri grúppunni heim til sín í jólaglögg. Það var rosa fínt og þær voru búnar að baka heitar bollur og kanilsnúða. Ég smakkaði svo jólaglögg í fyrsta sinn en það minnti mig helst á trönuberjasafa, bara heitur og mjög sætur. Við spjölluðum svo og hlustuðum á jólatónlist og höfðum það kósí.
Í kvöld spjallaði ég aðeins við Maríu því hún hafði sent mér sms um að Johnson væri veikur. Hún er með miklar áhyggjur af honum, en dýri gaf honum sýklalyf en vissi ekki hvað var að angra hann. Hélt kannski sýking í maganum, sem er þó undarlegt þar sem hann borðar og drekkur. Hún fer með Johnson til dýra aftur í fyrramálið og þið megið endilega biðja fyrir þeim báðum.
Á morgun fer ég með Fróða til Höllu í pössun fyrir skólann vegna þess að við förum í vettvangsferð í Filadelfiu og Rétttrúnaðar kirkjuna hér í Osló. Eða semsagt þeir sem vilja í skólanum. Það verður vonandi stuð og eftirá er planið að borða saman.
Ég ætla að drífa mig í háttinn, enda langur dagur.
Góða nótt og sofið rótt!!!

Monday, November 24, 2008

Verkefnaskil í fyrramálið!!!

Ég er loks að ná mér uppúr þessum veikindum mínum. Á föstudaginn þreif ég hjá Klöru og var svo í mat hjá henni og Sævari. Ég og Halla skelltum okkur svo í Missjonsalen á laugardaginn eftir smá skrapp og grjónagrautsát. Í dag og í gær hef ég verið að vinna í verkefnunum sem ég þarf að skila endurbættum á morgun. Það hefur gengið svona uppá ofan, vantar soldið á einbeitinguna hjá mér og eins og vanalega er verkkvíðinn að plaga mig. Í kvöld vona ég að ég nái að einbeita mér og klára þetta. Svo eru bara tvær vikur í prófið sem er úr öllu efni vetrarins. ÚFF.
En ég talaði við Fjólu og Kristínu á msn í dag og við ætlum að fara saman í bústaðinn hennar Kristínar helgina eftir að ég kem heim. JEIJ :D Ég hlakka rosa til og nú er bara að sjá hvort ég geti ekki fengið jeppann hjá pabba lánaðann.

Thursday, November 20, 2008

Prófið nálgast.....ATSJÚ

Prófið nálgast óðfluga og ég er á haus að lesa (ekki bókstaflega samt). Ekki bætir það úr skák að ég hef verið með leiðindaflensu þessa viku og þess vegna misst soldið úr skólanum. Ég er þó öll að koma til og vona mér slái nú ekki niður aftur. Ég verð nú bara að segja hér frá því að ég og Camilla fórum í Bok og Media um daginn, sem er kristileg bókabúð og þar sá ég Kanga Kvartetinn á 10 krónur norskar! Ég keypti auðvitað síðasta eintakið! Ég og Camilla og Marte borðuðum svo íslenskan Draum saman á meðan við biðum eftir lestinni, en Draumur er eitt uppáhalds nammið hennar Camillu. Það er bara hægt að kaupa íslenska Drauminn í einni búð hér úti sem heitir Deli De Luca og þar kostar lítill Draumur heilar 25 krónur norskar!!! Verðbólgan heima virðist allavega ekki hafa haft áhrif á verðlagningu íslenska Draumsins, eins kaldhæðnislegt og það hljómar!
Á morgun tek ég strætó til Klöru og Sævars þar sem ég ætla að þrífa hjá þeim á meðan þau eru í vinnunni. Ég verð þó ekki alveg ein í húsinu þar sem Tinna er heima með ælupest. Hér kólnar smátt og smátt en þó hefur enn ekkert snjóað af viti. Ég er samt virkilega að fíla veðrið hér í Osló. Það er næstum aldrei vindur, alltaf heiðskýrt og fallegt veður. Það dimmir þó heldur snemma eða um fjögur eða fimmleytið en það er þó skárra en myrkrið heima.
Ég er virkilega farin að hlakka til að komast með Fróða kallinn í hundafimi eftir áramót og vona að það verði byrjendanámskeið í janúar. Fróði hefur það annars bara fínt, nema mamma hans er ekki alveg nógu dugleg að fara út að labba með hann í myrkrinu. Hann vekur alltaf jafn mikla lukku og aðdáun meðal nemenda jafnt sem kennara í skólanum sem eiga bara ekki orð yfir hvað hann er sætur og góður. Ég get líka svo svarið það, hann verður sætari með hverjum deginum.
Jæja, ég þarf að fara að sökkva mér aftur ofan í Hindúismann og Gamla Testamentis fræðina.
Hafið það gott heima á klakanum.
Söknuðar og ástarkveðjur frá mér og Fróða

Tuesday, November 18, 2008

Hundelivsmesse

Það er víst löngu kominn tími á nýtt blogg. Ég hef verið eitthvað ódugleg við að blogga undanfarið, en ekki er það þó vegna þess að það skorti umfjöllunarefni. Ég hef verið að snúast í mörgu síðustu daga en um helgina var Hundelivsmesse á Hellerudsletta í RISA stórri íþróttahöll. Ég og Halla fórum saman þangað á laugardaginn, þurftum reyndar að taka þrjá strætóa til að komast þangað, en það ver geggjað fjör. Þarna inni var hellingur af básum með allskonar hundadóti, allt frá krúsum og úrum með hundategundum á uppí fóður, hundaföt, hundakerrur og allt mögulegt. Höllin var algerlega pökkuð af hundum og fólki. Ég hef aldrei á æfinni séð jafn fjölbreytta hundaflóru samankomna á einum stað. Frá pínu litlum tjúum uppí risavaxna írska úlfhunda. Þetta var nú alveg paradís hundaeigenda. Eins og þetta væri ekki nóg fyrir augað var fjölbreytt dagskrá í boði, hunda freestyle, hundafimi, hlýðni keppni, plat veiðar og margt margt fleira. Ég og Halla skemmtum okkur konunglega og Fróði mátti varla undan að gelta á alla voffana í höllinni. Gestum og gangandi var svo boðið að prófa hundafimi undir leiðsögn þjálfar og ég og Fróði slógum til. Ég var með lifrapylsuna góðu sem mamma sendi mér og haldið ekki að Fróði hafi bara brillerað! Hann stóðst allar þrautirnar og það á mettíma einsog hann hefði aldrei gert annað. Ég átti ekki orð og þjálfarinn sagði að hann gæti orðið mjög góður hundafimi hundur.

Mjög léleg mynd af Borzoiunum sem voru þarna
Schnauzer básinn

Svaka sætur voffi af tegund sem ég man ekki hvað heitir.

Hundadansinn var mjög skrautlegur og skemmtilegur. Þessi var með staffordshire Bullterrier

Svaka flott númer

Hér var sýnd þykistu veiði

Japanskur.....æ, ég kann ekkert í þessum stóru tegundum

Fróði hitti tíbbadömu

Fróði og ég að vefa

Þjálfarinn að ségja mér að ég væri hér með "undravoffa"

Fróði fór létt með þetta

Á fleigiferð

Og upp!!!

Jibbí

Fáránlega sætt TJÚArassgat sem var á eftir okkur í hundafiminni

Halla og Fróði

Norskir tjúar

Stovner Hundaklúbburinn með hlýðni sýningu


Á sunnudeginum var ég aftur mætt á svæðið og í þetta sinn með Camillu bekkjarsystur minni. Hún var alveg veik því hana langar svo í hund og uppáhaldstegundinn hennar er Bullmastiff (ég er samt að reyna að breyta því í tíbba og gengur nokkuð vel). Þarna voru kynningarbásar fyrir ýmsar tegundir og við skoðuðum auðvitað allt. Camilla keypti svo jóladagatal og nammi handa Fróða því hann verður hjá henni yfir jólin. Svo ætlar hún að kaupa jólagjöf handa honum líka svo Fróði verður í SVAKA dekri hjá henni um jólin. Ég vildi forvitnast meir um hundafimina og spurði hjá Oslo hundaskólabásnum hvað það kostaði og var tjáð að það væri 2500 norskar fyrir 10 skipti. Ég bara gafti og var miður mín því ég hafði ekki efni á því. Ég fór svo á básinn fyrir Stovner Hundeklubb og þar fékk ég heldur betri svör. Þar var mér tjáð ég þyrfti bara að gerast meðlimur í hundaklúbbnum, mæta á kynningarhlegi sem kostar 1000 norskar og eftir það get ég mætt tvisvar í viku í tveggja tíma æfingar og borga 500 krónur norskar fyrir ca 40 skipti eða 4 mánuði sem er bara geggjað. Ég fékk hringingu frá þjálfaranum í dag og hann sagði mér að það yrði sennilegast kynningarnámskeið í janúar og hann myndi skrá mig og láta mig vita um leið og dagsetningin yrði komin á hreint.

Annars hef ég verið að prjóna smá síðustu daga, svona bara prófa mig áfram og það gengur rosa vel. Svo ég hef ákveðið að ég og nokkrar vinkonur mínar úr skólanum og Halla munum stofna ekta saumaklúbb!!! Halla hefur semsagt ákveðið að vera áfram hjá Örnu hér í Noregi eftir áramót og ég gæti ekki verið ánægðari!!!!
Það eru semsagt góðir tímar framundan hjá mér. Það eru bara þrjár vikur í prófið svo það er einsgott að fara að dusta rykið á skólabókunum og taka sig saman í andlitinu. Ég er hér pökkuð inn í teppi, með hita og kvef og hálsbólgu en er þó öll að koma til og náði að drattast í skólann í dag.
Hafið það gott!!

Tuesday, November 11, 2008

Danmerkurferð og fullt af myndum!!!!

Ég er komin heim í litlu músaholuna mína eftir ánægjulega helgi í Danmörku með Maríu. Hjalti kom út til okkar á föstudagskvöldinu og á laugardeginum fórum við til Árhúsa. Það var svaka fínt og þó við værum öll staurblönk kíktum við í fullt af búðum og enduðum svo á því að kíkja inná kaffihús og drekka heitt kakó með rjóma. Við fórum svo á svaka fínan ítalskan veitingastað í Horsens og borðuðum ljúffengt pasta og lasagna. Ég gleymdi að sjálfsögðu að taka myndir, en þetta var mjög notalegt kvöld. Þegar við komum heim í íbúðina hennar Maríu horfðum við á Don Juan með Johnny Depp og borðuðum snakk.
Ég tók auðvitað nokkrar myndir af íbúðinni hennar Maríu:
Þetta er sófinn hennar sem er nú bara mjúkur og þægilegur.

Skrifborðið og sjónvarpið

Útsýnið frá stofunni

Stofuborð með furðulegum stólum.

Johnson var auðvitað verðugt myndefni líka. Hér er hann að leika við Maríu:

Svaka bjútí:


Hjalti brjálæðingur :)

María sæta

Fína rúmið hennar Maríu sem hún var nýbúin að fá:

Eldhúsið hennar

Allur maturinn sem mamma og pabbi sendu Hjalta með að heiman. Meðal annars fullt af pulsubrauði og engar pulsur, því þær urðu óvart eftir heima á Íslandi!

Hjalti tölvugúrú

Við systur í miðbæ Horsens

Í garðinum rétt hjá Maríu á sunnudeginum þar sem við fórum í göngutúr og spjölluðum.



Auðvitað nokkrar myndir af MR. Johnson líka



Við þrjú systkinin saman - vantar bara Kára
Það eru svo fleiri myndir inná www.flickr.com/helgublogg
Ef þið viljið fá einhverjar myndir stærri til að prenta út eða eiga skrifið bara komment og ég sendi þær með mail í stærri útgáfu ;)
Ég tók svo lest útá flugvöll klukkan hálfþrjú og fór beint í tíma klukkan 11 um morgunin þegar ég kom til Osló. Ég entist reyndar ekki lengi í skólanum enda alveg að farast úr þreytu. Í gær fékk ég svo lánið mitt yfir á norska reikninginn minn!!! Guði sé lof fyrir það. Ég er búin að borga leigu fyrir nóvember og desember og kaupa miða til Íslands 18 desember og heim 7 janúar!!! Svo tek ég sennilegast restina útaf reikningnum á morgun þar sem pabbi ráðlagði það ef þeir skyldu afturkalla færsluna hjá bankanum (of flókið að útskýra hér).
Nú ætla ég í háttinn.
God Natt!!!

Friday, November 07, 2008

Komin til Danmerkur

Sælt veri fólkið!
Ég er núna í íbúðinni hjá Maríu hér í Horsens í Danmörku. Ég kom hingað klukkan níu í gærkvöldi þar sem fluginu mínu var aflýst og ég þurfti að taka flug klukkan 2 í stað klukkan 8. Það var samt allt í lagi þar sem ég náði í staðinn að fara í skólann á fimmtudagsmorgninum. Fróði er nú í góðu yfirlæti hjá Camillu bekkjarsystur minni en ég fór með hann til hennar á miðvikudagskvöldið og við borðuðum kvöldmat saman sem var mjög kósí. Í dag fórum ég og María í heimsókn til Söru vinkonu hennar og það var mög fínt, mágkona hennar var í heimsókn ásamt manninum sínum sem eru dönsk og við spjölluðum helling um ástandið heima á Íslandi. Ég hef enn ekki aðgang að peningunum mínum og ég veit ekki hvort það er af því að beiðninni minni var synjað eða hvort þetta taki lengri tíma, en hún átti í raun að koma í síðasta lagi í dag. Þetta veldur mér að sjálfsögðu hugarangri enda á ég ekki mikin pening eftir og alger martröð að vera í svona óvissu. Ég held þetta varla út. En ég og María erum að fara að borða Kjúklingabita saman á eftir og í kvöld förum við á lestarstöðina að ná í Hjalta. Á morgun förum við svo öll saman til Árhúsa sem verður vonandi bara gaman.
Bestu kveðjur frá Danmörku!!!

Monday, November 03, 2008

Frábær helgi!

Ég fylgdi Fjólu uppá lestarstöð í morgun eftir ánægjulega heimsókn. Ég er svo þakklát að hafa fengið hana í heimsókn og við áttum alveg frábæran tíma saman. Í gær tókum við trikken til Frognerseteren þar sem við fórum í göngutúr í skóginum með Fróða. Hann fékk að hlaupa laus og var svakalega glaður enda snjór yfir öllu og veðrið afskaplega fallegt. Við fórum svo á rosa flott kaffi/veitingahús með útsýni yfir skóginn og Osló. Við sátum úti og nutum útsýnisins og sötruðum heitt súkkulaði og borðuðum nýbakað og heitt bakkelsi. Þetta var alveg geggjað. Við tókum svo trikken aftur til Akerbrygge þar sem við hittum Höllu. Þar fórum við á TGI Friday's og fengum okkur svaka góðan mat. Þetta var semsagt alveg æðisleg helgi!
Ég tók nokkrar myndir (Fjóla tók þó mun fleiri) en því miður varð myndavélin mín batteríslaus. Fjóla tók þó fleiri myndir og ég mun stela þeim af síðunni hennar og setja þær hingað inn þegar hún hefur sett þær á bloggið sitt :Þ


Fróði að sníkja gotterí á kaffihúsinu


Fjóla sötrar heitt kakó


Fjóla bestasta

Útsýnið á kaffihúsinu

Kaffihúsið/veitingastaðurinn


Fróði gerði heiðarlega tilraun til að draga þessa grein á eftir sér en ákvað svo að míga bara á hana


Fjóla og Fróði sætu

Í trikken á leiðinni í bæinn aftur

Næsta helgi verður nú ekki viðburðarminni þar sem ég á flug klukkan 8 á fimmtudagsmorgni til hennar Maríu minnar í Danmörku. Þangað kemur Hjalti svo á föstudaginn svo við verðum þrjú systkinin saman alla helgina. Ég hlakka svaka til.
Ég er enn að vinna í þessum bankamálum og var nú að senda beiðni til seðlabankans um að fá að millifæra lánið mitt yfir á norska reikninginn minn hér úti. Þið megið endilega biðja fyrir því að það nái í gegn.
Guð blessi ykkur

Saturday, November 01, 2008

Trítluminning

Ég og Fjóla höfum það svaka fínt. Fórum í mat til Höllu í gær og bökuðum pizzu og köku í desert. Svo sátum við í sófanum og horfðum á stóran flatskjá á meðan Halla reyndi að svæfa Sigrúnu litlu. Klukkan 21 byrjaði "Grommer has it" svona raunveruleikaþáttur um hundasnyrta sem eru að keppa um hver er bestur. Fjóla neyddi okkur auðvitað til að horfa og við duttum nú alveg inní þetta.
Annars hefði hún elsku hjartans Trítla mín orðið 2 ára í dag. Knús á litla engilinn minn á himnum af því tilefni.
Hafið það gott elskurnar!!!