Wednesday, November 26, 2008

Jólalegur dagur

Ég skilaði af mér vekefnunum 3 mínútum áður en að skilafresturinn rann út og var í svo miklu stressi að ég hafði gleymt veskinu mínu heima. Hér þarf maður semsagt að sýna skilríki þegar maður skilar svona verkefnum af sér, en sem betur fékk ég að sleppa með strætókortið. En semsagt, ég hafði þetta af og nú er bara að bíða og sjá hver einkuninn verður en samanlagt gilda þessi verkefni 70% af heildareinkunn!!! Þá er bara eftir prófið sem gildir 30% og er úr öllu efninu í Pensum. Ég og Camilla og Marte og kannski fleiri ætlum að reyna að hittast reglulega fyrir prófið og fara saman yfir efnið sem við eigum að lesa og reyna að skipta því soldið á milli okkar.
Í dag var boðið uppá ókeypis jólagraut í hádeginu í skólanum í tilefni þess að jólin nálgast. Á meðan við borðuðum grautinn söng skólakórinn jólalög og það var ekkert smá jóló. Eins og þetta væri ekki nóg fór ég í kvöld í jólaboð heima hjá tveim stelpum úr seminargrúppunni minni en þær buðu allri grúppunni heim til sín í jólaglögg. Það var rosa fínt og þær voru búnar að baka heitar bollur og kanilsnúða. Ég smakkaði svo jólaglögg í fyrsta sinn en það minnti mig helst á trönuberjasafa, bara heitur og mjög sætur. Við spjölluðum svo og hlustuðum á jólatónlist og höfðum það kósí.
Í kvöld spjallaði ég aðeins við Maríu því hún hafði sent mér sms um að Johnson væri veikur. Hún er með miklar áhyggjur af honum, en dýri gaf honum sýklalyf en vissi ekki hvað var að angra hann. Hélt kannski sýking í maganum, sem er þó undarlegt þar sem hann borðar og drekkur. Hún fer með Johnson til dýra aftur í fyrramálið og þið megið endilega biðja fyrir þeim báðum.
Á morgun fer ég með Fróða til Höllu í pössun fyrir skólann vegna þess að við förum í vettvangsferð í Filadelfiu og Rétttrúnaðar kirkjuna hér í Osló. Eða semsagt þeir sem vilja í skólanum. Það verður vonandi stuð og eftirá er planið að borða saman.
Ég ætla að drífa mig í háttinn, enda langur dagur.
Góða nótt og sofið rótt!!!

3 comments:

Anonymous said...

þú ert að koma heim eftir..... 21 DAG!!!!!!! JJJEIIIIII

Fjóla og Moli

Anonymous said...

Oo ég er svo spennt að fá þig heim það verður æði vonandi ekki svona kalt eins og er núna það er búið að vera ískalt síðustu daga...

Kveðja Kristín, Aris og Sóldís

Helga said...

Já, ég get sko ekki beðið eftir að koma heim (og vera búin í þessu prófi sem var framundan).