Friday, November 07, 2008

Komin til Danmerkur

Sælt veri fólkið!
Ég er núna í íbúðinni hjá Maríu hér í Horsens í Danmörku. Ég kom hingað klukkan níu í gærkvöldi þar sem fluginu mínu var aflýst og ég þurfti að taka flug klukkan 2 í stað klukkan 8. Það var samt allt í lagi þar sem ég náði í staðinn að fara í skólann á fimmtudagsmorgninum. Fróði er nú í góðu yfirlæti hjá Camillu bekkjarsystur minni en ég fór með hann til hennar á miðvikudagskvöldið og við borðuðum kvöldmat saman sem var mjög kósí. Í dag fórum ég og María í heimsókn til Söru vinkonu hennar og það var mög fínt, mágkona hennar var í heimsókn ásamt manninum sínum sem eru dönsk og við spjölluðum helling um ástandið heima á Íslandi. Ég hef enn ekki aðgang að peningunum mínum og ég veit ekki hvort það er af því að beiðninni minni var synjað eða hvort þetta taki lengri tíma, en hún átti í raun að koma í síðasta lagi í dag. Þetta veldur mér að sjálfsögðu hugarangri enda á ég ekki mikin pening eftir og alger martröð að vera í svona óvissu. Ég held þetta varla út. En ég og María erum að fara að borða Kjúklingabita saman á eftir og í kvöld förum við á lestarstöðina að ná í Hjalta. Á morgun förum við svo öll saman til Árhúsa sem verður vonandi bara gaman.
Bestu kveðjur frá Danmörku!!!

2 comments:

Anonymous said...

Góða skemmtun :)

Kristín og voffarnir

Fjóla Dögg said...

Gegjað að heyra að þú ert mætt á svæðið :D bið að heylsa