Tuesday, November 18, 2008

Hundelivsmesse

Það er víst löngu kominn tími á nýtt blogg. Ég hef verið eitthvað ódugleg við að blogga undanfarið, en ekki er það þó vegna þess að það skorti umfjöllunarefni. Ég hef verið að snúast í mörgu síðustu daga en um helgina var Hundelivsmesse á Hellerudsletta í RISA stórri íþróttahöll. Ég og Halla fórum saman þangað á laugardaginn, þurftum reyndar að taka þrjá strætóa til að komast þangað, en það ver geggjað fjör. Þarna inni var hellingur af básum með allskonar hundadóti, allt frá krúsum og úrum með hundategundum á uppí fóður, hundaföt, hundakerrur og allt mögulegt. Höllin var algerlega pökkuð af hundum og fólki. Ég hef aldrei á æfinni séð jafn fjölbreytta hundaflóru samankomna á einum stað. Frá pínu litlum tjúum uppí risavaxna írska úlfhunda. Þetta var nú alveg paradís hundaeigenda. Eins og þetta væri ekki nóg fyrir augað var fjölbreytt dagskrá í boði, hunda freestyle, hundafimi, hlýðni keppni, plat veiðar og margt margt fleira. Ég og Halla skemmtum okkur konunglega og Fróði mátti varla undan að gelta á alla voffana í höllinni. Gestum og gangandi var svo boðið að prófa hundafimi undir leiðsögn þjálfar og ég og Fróði slógum til. Ég var með lifrapylsuna góðu sem mamma sendi mér og haldið ekki að Fróði hafi bara brillerað! Hann stóðst allar þrautirnar og það á mettíma einsog hann hefði aldrei gert annað. Ég átti ekki orð og þjálfarinn sagði að hann gæti orðið mjög góður hundafimi hundur.

Mjög léleg mynd af Borzoiunum sem voru þarna
Schnauzer básinn

Svaka sætur voffi af tegund sem ég man ekki hvað heitir.

Hundadansinn var mjög skrautlegur og skemmtilegur. Þessi var með staffordshire Bullterrier

Svaka flott númer

Hér var sýnd þykistu veiði

Japanskur.....æ, ég kann ekkert í þessum stóru tegundum

Fróði hitti tíbbadömu

Fróði og ég að vefa

Þjálfarinn að ségja mér að ég væri hér með "undravoffa"

Fróði fór létt með þetta

Á fleigiferð

Og upp!!!

Jibbí

Fáránlega sætt TJÚArassgat sem var á eftir okkur í hundafiminni

Halla og Fróði

Norskir tjúar

Stovner Hundaklúbburinn með hlýðni sýningu


Á sunnudeginum var ég aftur mætt á svæðið og í þetta sinn með Camillu bekkjarsystur minni. Hún var alveg veik því hana langar svo í hund og uppáhaldstegundinn hennar er Bullmastiff (ég er samt að reyna að breyta því í tíbba og gengur nokkuð vel). Þarna voru kynningarbásar fyrir ýmsar tegundir og við skoðuðum auðvitað allt. Camilla keypti svo jóladagatal og nammi handa Fróða því hann verður hjá henni yfir jólin. Svo ætlar hún að kaupa jólagjöf handa honum líka svo Fróði verður í SVAKA dekri hjá henni um jólin. Ég vildi forvitnast meir um hundafimina og spurði hjá Oslo hundaskólabásnum hvað það kostaði og var tjáð að það væri 2500 norskar fyrir 10 skipti. Ég bara gafti og var miður mín því ég hafði ekki efni á því. Ég fór svo á básinn fyrir Stovner Hundeklubb og þar fékk ég heldur betri svör. Þar var mér tjáð ég þyrfti bara að gerast meðlimur í hundaklúbbnum, mæta á kynningarhlegi sem kostar 1000 norskar og eftir það get ég mætt tvisvar í viku í tveggja tíma æfingar og borga 500 krónur norskar fyrir ca 40 skipti eða 4 mánuði sem er bara geggjað. Ég fékk hringingu frá þjálfaranum í dag og hann sagði mér að það yrði sennilegast kynningarnámskeið í janúar og hann myndi skrá mig og láta mig vita um leið og dagsetningin yrði komin á hreint.

Annars hef ég verið að prjóna smá síðustu daga, svona bara prófa mig áfram og það gengur rosa vel. Svo ég hef ákveðið að ég og nokkrar vinkonur mínar úr skólanum og Halla munum stofna ekta saumaklúbb!!! Halla hefur semsagt ákveðið að vera áfram hjá Örnu hér í Noregi eftir áramót og ég gæti ekki verið ánægðari!!!!
Það eru semsagt góðir tímar framundan hjá mér. Það eru bara þrjár vikur í prófið svo það er einsgott að fara að dusta rykið á skólabókunum og taka sig saman í andlitinu. Ég er hér pökkuð inn í teppi, með hita og kvef og hálsbólgu en er þó öll að koma til og náði að drattast í skólann í dag.
Hafið það gott!!

2 comments:

Anonymous said...

þessi sem þú manst ekki hvað heitir er Keech hund og svo held ég að litli súkkulaði brúni TJÚINN sé réttara sagt ;) (ekki tíbbi)
KV fjóla og Moli

Helga said...

Æjá, átti að vera tjúi, var að sjá þetta núna! Var að flýta mér eitthvað þegar ég henti þessu inn :þ