Monday, February 23, 2009

Afmælisveisla, kaffiboð og hundafimi

Heil og sæl öll! Ég er nú ekki nærri jafnmikill ofurbloggari og hún Fjóla vinkona, en ég ætla þó að reyna að taka mig aðeins á núna. Ég átti bara fína helgi og fór í einsárs afmæli til Sigrúnar dúllu á laugardaginn. Það var rosa fínt og Arna var auðvitað búin að baka þvílíkt góðar kökur. Á sunnudeginum var ég boðin heim til Miriam í bekknum mínum í bollur og kakó sem var rosalega notalegt. Miriam býr á næstu stoppistöðinni á eftir þeirri þar sem ég er að flytja og ég mun búa í herberginu hennar í einn mánuð í sumar meðan hún verður hjá foreldrum sínum í Trondelag og ég annars heimilislaus. Þetta var voða kósí íbúð, en hún leigir með tveim dýralæknanemum á síðasta ári. Önnur þeirra á þrjá stóra hunda og kennir hundafimi svo það verður gaman að hitta hana við tækifæri. Talandi um hundafimi þá skelltum við Fróði okkur á æfingu í kvöld. Ég þurfti að leggja af stað klukkan sex þó svo æfingin byrjaði klukkan 8 því það tekur mig tvo tíma og þrjá strætóa að koma mér á æfinguna. Það gekk bara sæmilega. Ég sá reyndar strax að Fróði var í prakkarastuði og braut ekki þá venju sína að stinga þrisvar af úr hringnum svo að hann var meira og minna í taum kallinn. Í annað sinn sem hann stakk af fór hann og heilsaði uppá stóru hundana og í síðasta sinn ákvað hann að rífa kjaft við Sheltie tík sem var að gera alla vitlausa með geltinu sínu. Fróði er svo klár og það eru strax þvílíkar framfarir frá því síðast hjá honum. Alveg hreint ótrúlegt hvað hann er fljótur að læra. Ég var allan tímann í hóp með Schnauzer vinkonu hans frá því síðast sem tætti í hann með reglulegu millibili, mér og eiganda hennar til mikillar mæðu. Þegar korter var eftir af þjálfuninni sagði ég þjálfaranum að ég þyrfti að fara svo ég næði strætó og spurði hana í leiðinni hvort það væri klúbbur inní Osló sem ég gæti frekar þjálfað með, því það væri svo langt fyrir mig að koma mér í þennan. Hún nefndi nokkra en á leiðinni út hrópaði á eftir mér danska konan, sem á Schnauzerinn, að ég gæti fengið far með henni. Ég var auðvitað himinlifandi og eftir æfinguna hoppaði ég í bílinn hjá henni. Við stoppuðum á stóru auðu bílastæði á leiðinni þar sem við leyfðum Fróða og Schnauzer tíkinni að hittast og greiða úr þessum ágreiningi sínum. Það gekk vonum framar og eftir örfáar mínútur voru þau farin að hlaupa um eins og brjálæðingar og leika saman. Bara alveg bestu vinir. Ég var svo ánægð og Fróði líka. Ég spjallaði svo við konuna á leiðinni heim, en hún heitir Tone og á reyndar norska foreldra þó hún hafi alist uppí Danmörku og talar því með dönskum hreim. Hún var rosa yndæl og sagði að ég gæti allatf verið samferða henni. Hún sækir mig hjá SPAR búðinni næsta mánudag klukkan 7 og svo stoppum við á leiðinni og leyfum Fróða og Schnauzer tíkinni að hlaupa og leika sér áður en æfingin byrjar. Sem er bara æðislegt og ég er svo ánægð og þakklát. Hefði bara aldrei trúað öðru eins. Guði sé lof og nú get ég haldið áfram að æfa hjá Stovner Hundeklubb, sem flestir segja að sé sá allra besti :D
En nú ætla ég bráðum í háttinn, enda langur dagur á morgun. Fer í forlagið að þvo eftir skóla og svo ætlum við Kata að elda okkur pizzu saman :þ
Guð blessi ykkur

4 comments:

Fjóla Dögg said...

Við Moli erum einmitt á leið í hundafimi eftir 20 mínútur, vonandi gengur líka vel hjá okkur :) Við söknum þín og heyrumst, verum í Skype sambandi fljótlega.

Helga said...

Geggjað, vonandi gengur ykkur vel. Já, ég vil endilega heyrast á Skype sem allra fyrst :D

Anonymous said...

Algjör hundafimi strákur kallinn :D

Kristín

Halla Marie said...

Það er kemur manni altaf jafn mikið á óvar hvað Guð sér um ;smáatriðin; komin með fara á hundafimina. Bara snild.