Wednesday, March 04, 2009

Búin að skila verkefninu!

Ég sendi frá mér verkefnið í dag og er svo fegin að vera búin með það!!! Það gekk bara ágætlega og ég náði ekki að skrifa allt sem ég ætlaði mér áður en ég sendi það en það náði lágmarks orðafjölda sem var 2000 orð. Ég skrifaði á norsku svo það verður stuð hjá kennaranum að fara yfir allar málfræði villurnar! Ég heyrði aðeins í múttu í dag en hún er núna farin á systradaga í Skálholti. Hún sagði mér að Hjalti hefði verið í öðrusæti í einhverri gervigreindarkeppni sem er bara frábært og ég er stolt af honum fyrir það.
Ég þvoði alveg heilan helling af þvotti í dag sem ég þurfti að burðast með á milli húsa, en snjórinn er farinn að bráðna svo það eru stórir pollar allstaðar. Fróði er nú ekki beint hrifinn af vatni svoleiðis að stundum stoppaði hann bara og neitaði að fara lengra og þá var ekkert annað en að bera prinsinn yfir stærstu pollana ef maður vildi komast leiðar sinnar.
Kappinn er svo búinn að fá nýja ól sem var á afslætti í Din Beste Venn, sem er dýrabúð hér rétt hjá okkur. Hún er rosa flott, vatnsheld með endurskini og rosa þægilegt að taka af honum og setja á hann, sem er mjög gott fyrir hundafimina.

Litla músin, þornaður eftir vatnsgönguna
Oh, þarf ég að vera með þetta asnalega nammi á hausnum!!!

Hér sést ólin fína (frá Hurtta)

Sætilíus, svona bregst hann við þegar ég segi BANG og hann á að leggjast á hliðina og vera dauður. Við erum aðeins að vinna í svipbrigðunum hjá honum, ekki alveg nógu sannfærandi dauði.

Oh, geturðu ekki bara gefið mér nammið núna!

Fróði að lesa um Augustin fyrir verkefnið (sviðsett mynd)

Hún var alveg svona líka skemmtileg (ekki sviðsett mynd)

Jæja, nóg komið af þessu myndaflippi.
Hafið það sem allra best.

4 comments:

Fjóla Dögg said...

oh svo gaman að sjá myndir af kallinum búin að sakna þess að fá ekki fyndnar myndir af honum ;)

Hafðu það gott Helga mín sakna þín alveg rosalega mikið

Kveðja Fjóla og Moli

Davíð Örn said...

Snilldar myndir!!!! mér fannst nammi myndirnar og bóka myndirnar TÆR SNILLD :D ofsalega gaman!

Anonymous said...

O hann er svvvooo sætur manni langar bara að knúsa hann þegar maður sér hann :D

Kristín

Helga said...

Takk öll :D Fróði er svo fínt myndefni, you just can't go wrong :þ
Þú færð svo bráðum að knúsa hann Kristín :D

Knús og kveðjur frá mér og fyrirsætunni