Jæja, nú ætla ég að vera ofurbloggari og henda inn færslu aðeins rúmum sólarhringi eftir þá síðustu! Ég og Fróði fórum í fimina í gær og það var æði. Danska konan með schnauzerinn náði í mig og við fórum fyrst og létum hundana hlaupa. Fróði var í essinu sínu og þeyttist um allt með Schnauzer, púðlu og Border Terrier á hælunum. Fróði var svo glaður þegar við komum svo inn í æfingarbraggann að ég hef sjaldan séð annað eins. Skottið var á hreyfingu nær alla tvo tímana sem æfingin varði. Framfarirnar eru svo hraðar hjá honum að ég hefði aldrei trúað þessu. Hann hefur hingað til ekki þorað inní göngin ef hann sér ekki fyrir endann á þeim en nú þeyttist hann í gegnum löngu og bognu gönginn eins og ekkert væri. Hann þurfti reyndar smá hjálp við að hoppa í gegnum björgunarhringinn, en ekki mikla. Hann stakk að sjálfsögðu reglulega af úr brautinni til að heilsa uppá allar tíkurnar sem voru í hópnum okkar, alls sex. Hann var svo hrifinn af þeim öllum en þó sérstaklega Sheltie tík og það var svo sætt að sjá þau leika sér. Mér fannst það reyndar ekki sætt þegar hann var að stinga mig af og varð alveg eldrauð og skammaðist mín. Mér tókst þó alltaf að fá hann til mín aftur. Þjálfarinn útskýrði fyrir mér eftirá að ég þyrfti að vera skýrari þegar ég sýndi Fróða hvað hann átti að gera. Um leið og hann skyldi ekki hvers ætlast væri til af sér stakk hann af og fór að gera eitthvað skemmtilegra! Ég tók þessum ráðleggingum og æfði mig að vera eins skýr í líkamstjáningu og ég gat. Þetta var soldið flókið þar sem ég þurfti að hugsa hvert ég ætti að fara og sýna Fróða það á sama tíma, soldið einsog dans, nema ég hef aldrei verið góð í dansi. Jafnvel þjálfarinn skellti uppúr þegar við vorum í brautinni og ég átti að láta Fróða beygja til hægri en það vildi ekki betur til en svo að Fróði flæktist svo svakalega fyrir fótunum á mér að ég flaug á hausinn. Því miður hvarf ég ekki ofaní jörðina og þurfti að standa skömmustulega á fætur og byrja á brautinni uppá nýtt.
Þetta endaði þó allt saman vel og ég var rosa ánægð með Fróða minn. Hann var líka í svo góðu skapi og vildi bara leika við alla hundana sem hann hitti.
Ég var annars í strætó um daginn og varð svo hugsað til hennar Trítlu minnar heitinnar að ég hripaði nokkur orð niður á blað um hana.
Trítla, blítt var brosið þitt,
sem lék um varir þínar
Glöð í öllum þrengingum,
sársauka og ótta.
Svo margt þú vildir segja mér
um gleðina og lífið.
Þó í fyrstu ég væri þrjósk og þver,
þá eftirá ég skildi.
Bjarta blíða brosið þitt,
nú leikur á vörum mínum.
En nú ætla ég í háttinn, er búin að vera að bögglast í verkefninu mínu um Ágústín kirkjuföður í allan dag og er alveg andlaus. Vantar alveg heilan helling uppá þetta og þarf að skila því fyrir hádegi á morgun. Ég ætla bara eldsnemma á fætur í fyrramálið og byrja þá að vinna í því, megið endilega biðja fyrir mér að mér takist þetta.
Góða nótt og sofið rótt
Þetta endaði þó allt saman vel og ég var rosa ánægð með Fróða minn. Hann var líka í svo góðu skapi og vildi bara leika við alla hundana sem hann hitti.
Ég var annars í strætó um daginn og varð svo hugsað til hennar Trítlu minnar heitinnar að ég hripaði nokkur orð niður á blað um hana.
Trítla, blítt var brosið þitt,
sem lék um varir þínar
Glöð í öllum þrengingum,
sársauka og ótta.
Svo margt þú vildir segja mér
um gleðina og lífið.
Þó í fyrstu ég væri þrjósk og þver,
þá eftirá ég skildi.
Bjarta blíða brosið þitt,
nú leikur á vörum mínum.
En nú ætla ég í háttinn, er búin að vera að bögglast í verkefninu mínu um Ágústín kirkjuföður í allan dag og er alveg andlaus. Vantar alveg heilan helling uppá þetta og þarf að skila því fyrir hádegi á morgun. Ég ætla bara eldsnemma á fætur í fyrramálið og byrja þá að vinna í því, megið endilega biðja fyrir mér að mér takist þetta.
Góða nótt og sofið rótt
5 comments:
oh Helga ég vona að þér gangi vel með verkefnið á morgun skil svo vel þessa tilfinningu að bara geta ekki meir.
Æ hvað er frábært að heyra hvað Fróða gengur vel. Það er eitt sem mig langar að segja þér svona svipað og kennarinn þinn sagði, það er gott að segja tækin meðan hann er enþá á klára eitthvað annað tæki svo hann viti nákvæmlega hvert hann er að fara næst. Ég var t.d í fimini í gær og Moli átti að fara dekk, hopp, hopp, hopp og svo poka allt í bara beini línu. Moli fór á harða spretti í gegnum dekkið og hoppin þrjú en svo slefti hann pokanum ég var ekki að fatta afhverju hann gerði þetta vegna þess að fyrir mér er þetta svo sjálfsagt að hann fari bara í gegn um öll tækin. Málið er það að það er það ekki hjá hundinum. Þeir eru svo mikið að hlusta og vita hvert þeir eiga ða fara næst því þeir vita það ekki nema þú segir það. Þegar ég dagði svo dekk og hopp hopp og svo á þriðja hoppinu þá sagði ég poki þá fór hann í gegnum pokann alveg á fullu ekkert mál. Þeir eru svo mikið að leitast eftir því hvað þeir eiga að gera og við tökum oft ekki eftir því. Þannig að það sem ég er að sjá meira og meir er að vera mjög tímanlega með næsta tæki (hvert hann á að fara) og nota vel líkaman og benda ;).
Ljóðið um trítlu er svo rosalega fallegt elsku dúllan
Love you and miss you so so much
Fjóla og Moli
Aldeilis dugleg að blogga :D
Vá hvað það er æðislegt að heyra hvaða Fróða gengur ótrúlega vel :D Gaman fyrir hann að fá að hitta hundana og leika :D
Ofsalega falleg ljóðið um Trítlu.
Kristín
Fjóla:
Takk fyrir það :D
Og fyrir fínar ráðleggingar, það er bara að ég verð stundum soldið rugluð sjálf í brautinni því ég er svo mikið að hugsa um það sem kemur næst og gleymi að láta Fróða vita af því. Þarf svo að kenna Fróða hvað þessi tæki heita greinilega, bara vil frekar nota íslenskuna, en kannski er það of ruglingslegt :þ En nú ætlum við að æfa okkur með líkamstjáninguna, kennarinn sýndi mér smá æfingu sem ég ætla að prófa :D
Takk fyrir hrós fyrir ljóðið :)
Love you and miss you more :/
Kristín: Takk :D Ég er líka ótrúlega ánægð með hann, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum í vikunni :D
Takk fyrir ljóðahrósið :)
Gaman að lesa um hundafinina og ljóðið. Er líklegast í frí um helgina svo það er nauðsinlegt að hittast :)
Geggjað!!! Við gerum eitthvað skemmtilegt um helgina, það er ekki spurning! :D
Post a Comment