Ég var víst búin að lofa að koma með blogg og myndir í dag, svo það þýðir ekki að svíkjast undan því. Helgin hjá mér hefur verið vægast sagt atburðarrík. Föstudagurinn var vel pakkaður, hann hófst með ferð til Ski þar sem ég þreyf hjá Klöru, tók svo lestina niður í Osló þar sem ég hitti Elsu, nýja leigusalann minn. Við fórum saman í IKEA og ég valdi diska og bolla í stellið mitt og svo fórum við og kíktum á íbúðina sem er orðin svo flott, nýmáluð og fín. Að því loknu keyrði Elsa mig niður í bæ og ég fór á Akerbrygge þar sem ég hitti Kristjönu, sem var með mér í tíbbadeildinni heima, og systur hennar. Við settumst á kaffihús úti, með hitaljós og teppi og Fróði með auðvitað. Það var rosa fínt og við spjölluðum helling, aðallega um Fróða auðvitað. Kristjana tók helling af myndum af Fróða og nokkrar af mér og ég bað hana að skila kærum kveðjum til tíbbadeildarinnar þegar við kvöddumst. Ég tók svo banann til Kringsja, þaðan gekk til Nordberg kirke þar sem ég Kata, Halla og Arna höfðum mælt okkur mót. Þar var kvöldsamvera í tilefni alþjóðlegs bænadags kvenna. Við áttum rosa fínt kvöld saman með konum frá Noregi og Afríku, borðuðum pulsusúpu og brauð saman og deildum vitnisburðum. Ég fór svo heim til Höllu og gisti þar. Á laugardeginum var ég með mígreni og afrekaði ekki margt framan af, en um kvöldið keyrði Halla mig heim og hjálpaði mér að setja ofan í tíu kassa sem ég fékk að láni frá Örnu og Rúnari. Í morgun pakkaði ég aðeins meir og tók svo niður hillusamstæðuna með hjálp Höllu. Við brunuðum svo á bílnum hennar Örnu á Jutulveien í nýju íbúðina. Það tók okkur reyndar klukkutíma að rata í öllum þessum einstefnum og gatnaflækjum í Osló, og Kata sem ætlaði að hitta okkur þar var villuráfandi í slabbi og leiðindaveðri í klukkutíma áður en hún komst á áfangastað. Við fórum svo upp með kassa og hillusamstæðuna. Létum svo Kötu um að klára að setja hana saman á meðan við Halla brunuðum eftir meira dóti.
Við vorum svo orðnar vel þreyttar og svangar eftir að villast aðeins meir á leiðinni og keyptum pizzu og kók og komum með til Kötu og borðuðum saman. Það var alveg æði. Svo drösluðum við okkur heim, búnar á því eftir daginn. Þetta var aldeilis afrek hjá okkur því nú er bara eftir að koma rúminu, skrifborðsstólnum og nokkrum kössum uppeftir og svo er ég bara flutt. Elsa sagði ég mætti flytja hvenær sem er og þyrfti ekki að borga leigu fyrr en í apríl, semsagt ég má búa þarna ókeypis allan mars. Ég bara á ekki orð yfir hvað Elsa er yndæl og frábær kona.
Svoleiðis að lokaátakið verður væntanlega í þessari viku og þá verðun stærsta þrautin að koma dýnunni fyrir í bílnum, en við erum þó nokkuð öruggar um að takast það.
En nóg af kjaftæði, hér koma myndirnar:
Eldhúsið og eldhúsborðið fyrir framan, sést aðeins í útidyrahurðina
Við vorum svo orðnar vel þreyttar og svangar eftir að villast aðeins meir á leiðinni og keyptum pizzu og kók og komum með til Kötu og borðuðum saman. Það var alveg æði. Svo drösluðum við okkur heim, búnar á því eftir daginn. Þetta var aldeilis afrek hjá okkur því nú er bara eftir að koma rúminu, skrifborðsstólnum og nokkrum kössum uppeftir og svo er ég bara flutt. Elsa sagði ég mætti flytja hvenær sem er og þyrfti ekki að borga leigu fyrr en í apríl, semsagt ég má búa þarna ókeypis allan mars. Ég bara á ekki orð yfir hvað Elsa er yndæl og frábær kona.
Svoleiðis að lokaátakið verður væntanlega í þessari viku og þá verðun stærsta þrautin að koma dýnunni fyrir í bílnum, en við erum þó nokkuð öruggar um að takast það.
En nóg af kjaftæði, hér koma myndirnar:
Eldhúsið og eldhúsborðið fyrir framan, sést aðeins í útidyrahurðina
Þetta verður að duga í bili.
Leyfi ykkur svo auðvitað að fylgjast með hvenær ég flyt inn og svona :D
Leyfi ykkur svo auðvitað að fylgjast með hvenær ég flyt inn og svona :D
4 comments:
Þetta er svo spennó :)
Kristín
vá.. geðveik íbúð! Til hamingju :)
ég hef alveg náð að missa af þessari bloggfærslu hjá þér skil ekkert hvernig það gerðist en ég er búin að sjá hana núna. Þetta er heljarinnar flott íbúð hjá þér Helga og ekkert smá spennó.
Hlakka til að kíkja til þín þegar við höfunm efni á því sem verður veit ekki hvenar :S.
En knúsar frá mér og Mola
Takk, Lára :D
Ég er rosa ánægð með íbúðina og já auvðitað verður þú að koma í heimsókn hingað Fjóla :þ
Post a Comment