Tuesday, May 18, 2010

Sýningarþjálfun í sól og blíðu

Nú er frábær dagur að enda kominn. Ég hóf þennan dag á að labba niður í skóla í frábæru veðri með voffana, þar sem ég átti fund með grískukennaranum. Þetta var góður fundur og mér finnst ég standa aðeins betur í grískunni núna. Fyrsta heimaprófið í Kristologi nálgast óðum og ég er óneitanlega pínu stressuð, en verð bara að leggja þetta í Guðs hendur. 
Í kvöld fór ég með Fróða og Emmu á sýningarþjálfun sem var haldin í garðinum hjá einni í Chihuahua klúbbnum. Veðrið var alveg geggjað og þarna var fullt af fallegum tjúum og skemmtilegum eigendum. Emma var alsæl og virtist gjörsamlega óþreytanleg þar sem hún lék sér við hina tjúana. Fróði stóð sig líka með sóma, var bara góður og ekki með neitt vesen. Bara virkilega gaman að hafa hann með. Hann þurfti svo að dúsa inní búri meðan ég þjálfaði Emmu, en það gekk alveg rosalega vel. Hún gekk svo fínt í taumnum og var í góðu sambandi við mig allan tímann. Borðþjálfunin gekk líka ljómandi vel, hún styllti sér upp sjálf á borðinu og það var ekkert mál að skoða tennur. Hún var ennþá öruggari en síðast og ég var bara rosalega ánægð með sætu Emmuna mína. Hún verður bara fallegri með hverjum deginum, en ég hlakka svo til að sjá hvernig hún á eftir að þroskast.
En hér koma nokkrar myndir frá þjálfuninni:

 Það eru svo miklu fleiri myndir hérna :)
En nú er bráðum tími að fara í háttinn, á morgun kemur Safiyya, verðandi eigandi Íseyjar, í kaffi til mín og það verður spennandi. Svo er vinna um kvöldið og grískunám að vana svo það er nóg að gera!



2 comments:

Unknown said...

Það lítur út fyrir að vera svaka fjör í sýningarþjálfun hjá Emmu og hún er voða fín;)
Já það væri sko voða gaman að rekast á þig á heimssýningunni;) alltaf gaman að hitta íslendinga:D
Kveðja frá Finnlandi;)

Helga said...

Takk fyrir tad, tetta var rosalega gaman :D
Eg vona svo sannarlega ad eg komist a heimssyninguna!
Kvedjur tilbaka :)