Wednesday, May 12, 2010

Sýningarþjálfun

Það má segja að ég hafi átt viðburðarríkan dag í gær, en hann hófst á fundi með Safiyyu Wirther, verðandi eiganda hennar Geisla Vonar Íseyjar sem nú hefur fengið nafnið Lilo. Safiyya kemur frá Texas en við hittumst á kaffihúsi niðri í bæ. Þar sátum við svo í þrjá tíma og spjölluðum! Núna verðum við bara að redda öllu með innflutninginn í tæka tíð svo hún Kristín mín komi nú með Ísey litlu eftir bara eina og hálfa viku! Ég bara trúi varla að það sé svo stutt í að Kristín og Fjóla komi til mín í heimsókn!
Eftir þennan fund fór ég heim og gerði mig klára fyrir sýningarþjálfun með Emmu. Planið var að Fróði yrði hjá Camillu á meðan, en þar sem Frida er með smitandi sýkingu í auganu gekk það ekki og prinsinn minn þurfti að vera einn. Ég hélt ég yrði komin aftur eftir 2 tíma, en þeir urðu fjórir svo ég bað nágrannastelpu um að fara í göngutúr með hann fyrir mig. Hann var svo mjög stressaður þegar ég kom heim, en hafði ekki eyðilagt neitt fyrir utan nokkrar rispur á hurðinni sem hann hefur klórað í.  Ég ætla að prófa að hafa hann einan aftur fljótlega, en bara í mun styttri tíma og ég vona að þessir fjórir tímar hafi ekki valdið bakslagi hjá honum.
Annars var mjög gaman á sýningarþjálfuninni sem var haldin í garðinum hjá einni úr tjúadeildinni. Þarna voru örugglega um 20 tjúar og mikið stuð. Emma var gjörsamlega að tapa sér í fjörinu og virtist óþreytanleg, hljóp í hring eftir hring og lék sér við hina tjúana alsæl. Eldri tík var svo með kjaft við hana og Emma svaraði fullum hálsi svo úr varð pínu slagur!!! Einhver benti mér á að litli hvolpurinn minn væri kannski pínu dóminant :p Já það verður fjör hjá okkur næstu mánuði ég segi ekki annað! En þjálfunin gekk nokkuð vel, sérstaklega seinni partinn því þá var Emma búin að fá út soldla orku og var þess vegna ekki eins áhugasöm um að leika við hina hundana frekar en að ganga fínt í taumnum. Borðþjálfunin gekk líka bara vel. Henni fannst þetta ekkert gaman og ég þurfti að hafa mikið fyrir að halda skottinu hennar uppi en hún lét sig hafa það og var nokkuð góð í tannskoðuninni líka. Hún sýnir sig annars rosalega vel, er ofboðslega stolt og strækar svaka pósur án þess einu sinni að ég þurfi að gefa skipun :) Ég hlakka mikið til að sýna lengjuna mína næst þegar færi gefst :D
Í dag er prófalestur og vinna á dagskránni og vonandi get ég verið ofur effektív!

4 comments:

Fjóla Dögg said...

Þú ert svo dugleg og ég verið að segja ða ég er stolt af Fróða þótt þetta hafi verið erfitt en hann er samt svoi roselga mikið að lesa þig líka. Ég veit að það er hækt að vinna´i honum og ná þessu úr honum það tekur bara mikla vinnu og langan tíma en ég VEIT að þetta er hækt efa það ekki í eina mínútu ;D.
Emma er náttúrulega flottasta gellan í öllum heiminum ;D.
Sendi bara rosalega knúsa á ykkur og ég get ekki BEÐIÐ að koma :D.

knúsar Fjóla og Moli

Helga said...

Takk Fjóla mín :D Gott að heyra að þú hefur trú á okkur! En þetta er ekki auðvelt, einsog þú veist. En vonandi getum við unnið á þessu. Ég er líka rosa ánægð með Emmuna mína, litlu ofurglegjuna :D :p
Við sendum knúsa til baka og ég er að springa úr tilhlökkun yfir að fá þig hingað elsku bestasta Fjóla mín :D

Anonymous said...

Ég er orðin svo spennt að koma og hitta ykkur en ég er samt ekki að trúa því að það sé bara 1,5vika í það finnst það eitthvað svo ótrúlegt hehe en það verður sko gaman hjá okkur.

Knús Kristín

Helga said...

Já það er alveg rosalegt hvað þetta líður hratt! Finnst þetta hálf óraunverulegt sjálf!