Thursday, May 13, 2010

Uppstigningardagur

Í dag fór ég í heimsókn til Camillu minnar en ætlunin var að fara í göngu með voffana og glugga svo kannski aðeins í bækurnar. Veðrið var hins vegar ekkert sérstakt og við hálf rotaðar af frjókarnaofnæmi svo við gerðum hvorugt! Í staðinn kjöftuðum við á meðan hundarnir léku sér á stofugólfinu. Emma var auðvitað himinlifandi að hitta vinkonu sína aftur en Fróði prins sveiflaðist milli þess að leggjast flatur fyrir henni og sýna henni tennurnar. Það gekk samt bara furðuvel og þau léku til og með. Merkilegt að sjá Fróða samt leggjast flatann á bakið fyrir Fríðu og sleika hana í framan, einungis augnablikum áður eða eftir að hann urrar á hana! Ég tók nokkrar myndir til að deila með ykkur :D
 Fróði og Fríða kyssast
Aumingja Fríða hárreitt af litla Chihuahua skrímslinu :p
 Hópmynd (sem Fróði eyðilagði með því að loka augunum)
 Fríða sæta orðin 7 mánaða og 16 kíló
 Vinkonurnar í smá leik
 Dúllurnar
 Fríða í greiðslu hjá Camillu, en hún fær þvílíka flóka í feldinn greyið
Svo fékk Emma klór á magann hjá Torje sínum, en hann er í sér uppáhaldi hjá henni
Fleiri myndir er að finna hér.
Ég er annars svo ánægð hvað það gengur vel að hafa Fróða og Emmu saman, Fróði er mun glaðari eftir að hún kom og þau geta leikið saman endalaust að því er virðist. Ég smellti nokkrum kúrumyndum af þeim og læt eina hingað inn:

Það eru svo fleiri kúrumyndir hér

Í kvöld kíkti svo Miriam til mín og við fórum í labbitúr hérna í hverfinu. Það var rosalega notalegt og veðrið milt og gott. Ég sagði henni hvað ég hef verið stressuð undanfarið og átt erfitt með að læra undir prófin. Hún ætlar að koma til mín á morgun og hjálpa mér að útbúa einhverskonar lestrarplan fyrir næstu daga og ég er mjög þakklát fyrir það. 
Annað áhyggjuefni er hann Fróði minn, en ég er í vandræðum með að finna pössun fyrir hann í júlí á meðan ég fer heim í tvær vikur. Það flækir málin að Fróði getur ekki verið einn heima og því ekki á færi hvers sem er að passa hann. Mamma var að tala um að breyta flugmiðanum mínum og stytta heimsóknina í eina viku, en mig langar svo að geta veirð heima lengur en það. Svo ég væri mjög þakklát ef þið vilduð biðja fyrir að ég finni lausn á þessu og það sem fyrst!
Ég hef þetta ekki lengra í bili en vonandi verð ég duglegari að læra á morgun en í dag :p

2 comments:

Fjóla Dögg said...

Já ég kvet þig áfram hérna í klappstíru búningnum mínum "HELGA HÚN ER LANG LANG BEST, VIÐ VILJUM EKKERT STRESS STRESS STRESS"
Ég trúi því að þú takir þig alveg skuggalega vel á í lesstrinum með þessu lestrarplani :D.
Við finnum eitthvað út úr þessu með Fróða kanski vill Texas konan passa hann? Ég við fyrir þessu Hlega mín.

knúsar frá okkur Mola á ykkur öll og ég ger ekki BEÐIÐ að hitta ykkur :D.

Helga said...

Oh, Fjóla mín þú ert svo frábær :D Sé þig alveg fyrir mér :D Takk fyrir þessar baráttukveðjur :D
Ég hef ýjað að því við Safiyyu hvort hún geti passað hann fyrir mig en ætla að ræða betur við hana á þriðjudag.
Risaknúsar til baka og vá hvað ég er spennt að fá þig hingað :D :D :D