Tuesday, November 11, 2008

Danmerkurferð og fullt af myndum!!!!

Ég er komin heim í litlu músaholuna mína eftir ánægjulega helgi í Danmörku með Maríu. Hjalti kom út til okkar á föstudagskvöldinu og á laugardeginum fórum við til Árhúsa. Það var svaka fínt og þó við værum öll staurblönk kíktum við í fullt af búðum og enduðum svo á því að kíkja inná kaffihús og drekka heitt kakó með rjóma. Við fórum svo á svaka fínan ítalskan veitingastað í Horsens og borðuðum ljúffengt pasta og lasagna. Ég gleymdi að sjálfsögðu að taka myndir, en þetta var mjög notalegt kvöld. Þegar við komum heim í íbúðina hennar Maríu horfðum við á Don Juan með Johnny Depp og borðuðum snakk.
Ég tók auðvitað nokkrar myndir af íbúðinni hennar Maríu:
Þetta er sófinn hennar sem er nú bara mjúkur og þægilegur.

Skrifborðið og sjónvarpið

Útsýnið frá stofunni

Stofuborð með furðulegum stólum.

Johnson var auðvitað verðugt myndefni líka. Hér er hann að leika við Maríu:

Svaka bjútí:


Hjalti brjálæðingur :)

María sæta

Fína rúmið hennar Maríu sem hún var nýbúin að fá:

Eldhúsið hennar

Allur maturinn sem mamma og pabbi sendu Hjalta með að heiman. Meðal annars fullt af pulsubrauði og engar pulsur, því þær urðu óvart eftir heima á Íslandi!

Hjalti tölvugúrú

Við systur í miðbæ Horsens

Í garðinum rétt hjá Maríu á sunnudeginum þar sem við fórum í göngutúr og spjölluðum.



Auðvitað nokkrar myndir af MR. Johnson líka



Við þrjú systkinin saman - vantar bara Kára
Það eru svo fleiri myndir inná www.flickr.com/helgublogg
Ef þið viljið fá einhverjar myndir stærri til að prenta út eða eiga skrifið bara komment og ég sendi þær með mail í stærri útgáfu ;)
Ég tók svo lest útá flugvöll klukkan hálfþrjú og fór beint í tíma klukkan 11 um morgunin þegar ég kom til Osló. Ég entist reyndar ekki lengi í skólanum enda alveg að farast úr þreytu. Í gær fékk ég svo lánið mitt yfir á norska reikninginn minn!!! Guði sé lof fyrir það. Ég er búin að borga leigu fyrir nóvember og desember og kaupa miða til Íslands 18 desember og heim 7 janúar!!! Svo tek ég sennilegast restina útaf reikningnum á morgun þar sem pabbi ráðlagði það ef þeir skyldu afturkalla færsluna hjá bankanum (of flókið að útskýra hér).
Nú ætla ég í háttinn.
God Natt!!!

2 comments:

Anonymous said...

Jejj æðislegt hlakka svo til að fá þig heim :) Verður æðislegt...
Skemmtinlegar myndir hjá þér...

Kristín og voffarnir

Anonymous said...

Jhonson er ekki með neitt smá stór augu ;)

Kv Fjóla og Moli