Ég fylgdi Fjólu uppá lestarstöð í morgun eftir ánægjulega heimsókn. Ég er svo þakklát að hafa fengið hana í heimsókn og við áttum alveg frábæran tíma saman. Í gær tókum við trikken til Frognerseteren þar sem við fórum í göngutúr í skóginum með Fróða. Hann fékk að hlaupa laus og var svakalega glaður enda snjór yfir öllu og veðrið afskaplega fallegt. Við fórum svo á rosa flott kaffi/veitingahús með útsýni yfir skóginn og Osló. Við sátum úti og nutum útsýnisins og sötruðum heitt súkkulaði og borðuðum nýbakað og heitt bakkelsi. Þetta var alveg geggjað. Við tókum svo trikken aftur til Akerbrygge þar sem við hittum Höllu. Þar fórum við á TGI Friday's og fengum okkur svaka góðan mat. Þetta var semsagt alveg æðisleg helgi!
Ég tók nokkrar myndir (Fjóla tók þó mun fleiri) en því miður varð myndavélin mín batteríslaus. Fjóla tók þó fleiri myndir og ég mun stela þeim af síðunni hennar og setja þær hingað inn þegar hún hefur sett þær á bloggið sitt :Þ
Ég tók nokkrar myndir (Fjóla tók þó mun fleiri) en því miður varð myndavélin mín batteríslaus. Fjóla tók þó fleiri myndir og ég mun stela þeim af síðunni hennar og setja þær hingað inn þegar hún hefur sett þær á bloggið sitt :Þ
Fróði gerði heiðarlega tilraun til að draga þessa grein á eftir sér en ákvað svo að míga bara á hana
Í trikken á leiðinni í bæinn aftur
Næsta helgi verður nú ekki viðburðarminni þar sem ég á flug klukkan 8 á fimmtudagsmorgni til hennar Maríu minnar í Danmörku. Þangað kemur Hjalti svo á föstudaginn svo við verðum þrjú systkinin saman alla helgina. Ég hlakka svaka til.
Ég er enn að vinna í þessum bankamálum og var nú að senda beiðni til seðlabankans um að fá að millifæra lánið mitt yfir á norska reikninginn minn hér úti. Þið megið endilega biðja fyrir því að það nái í gegn.
Guð blessi ykkur
Næsta helgi verður nú ekki viðburðarminni þar sem ég á flug klukkan 8 á fimmtudagsmorgni til hennar Maríu minnar í Danmörku. Þangað kemur Hjalti svo á föstudaginn svo við verðum þrjú systkinin saman alla helgina. Ég hlakka svaka til.
Ég er enn að vinna í þessum bankamálum og var nú að senda beiðni til seðlabankans um að fá að millifæra lánið mitt yfir á norska reikninginn minn hér úti. Þið megið endilega biðja fyrir því að það nái í gegn.
Guð blessi ykkur
6 comments:
Oo ég sé ekki myndirnar :(
En trúi vel að þetta hafi verið skemmtinleg helgi :D
Kristín og voffarnir
Hæ Helga
Ég er líka búin að blogga og setja inn mynir. En ég vildi bara segja þér að ég skildi eftir smá pening á skrifnorðinu þínu svona svo þú getur fengið þér að borða og svona ;)
Hlakka til að heyra í þér dúlla
Kv Fjóla.
p.s. Moli þefaði helling af mér og er ekki búinn.
Nú sé ég þær flottar myndir :)
Kristín
Það er ástæða fyrir því að ég sagði þér ekki frá peningunum ;). En takk fyrir öll hlýu orðin í minn garð og ég sakna þín strax. Guð bessi þig og við höfum þig í bænum okkar
Kveðja Fjóla og Moli og auðvita Davíð
Hæ ég veit ekkert hvar peningarnir eru sorry Helga ég hélt þeir hefðu bara verið á skrifborðinu
En ég bið fyrir þessu þú hlýtur að fina þetta
Kv Fjóla og Moli
Ég fann þá á síðustu stundu á alveg fáránlegum stað get ég sagt þér! En takk fyrir að biðja fyrir því!
Knús
Post a Comment