Ég er loks að ná mér uppúr þessum veikindum mínum. Á föstudaginn þreif ég hjá Klöru og var svo í mat hjá henni og Sævari. Ég og Halla skelltum okkur svo í Missjonsalen á laugardaginn eftir smá skrapp og grjónagrautsát. Í dag og í gær hef ég verið að vinna í verkefnunum sem ég þarf að skila endurbættum á morgun. Það hefur gengið svona uppá ofan, vantar soldið á einbeitinguna hjá mér og eins og vanalega er verkkvíðinn að plaga mig. Í kvöld vona ég að ég nái að einbeita mér og klára þetta. Svo eru bara tvær vikur í prófið sem er úr öllu efni vetrarins. ÚFF.
En ég talaði við Fjólu og Kristínu á msn í dag og við ætlum að fara saman í bústaðinn hennar Kristínar helgina eftir að ég kem heim. JEIJ :D Ég hlakka rosa til og nú er bara að sjá hvort ég geti ekki fengið jeppann hjá pabba lánaðann.
En ég talaði við Fjólu og Kristínu á msn í dag og við ætlum að fara saman í bústaðinn hennar Kristínar helgina eftir að ég kem heim. JEIJ :D Ég hlakka rosa til og nú er bara að sjá hvort ég geti ekki fengið jeppann hjá pabba lánaðann.
3 comments:
Hæ
þú lætur mig vita hvað pabbi þinn segir og gangi þér alveg rosalega vel að læra.
kv Fjóla
Heyrðu ég talaði við pabba gamla í gær og við fáum jeppann! :D
Er búin að skila verkefnunum, JIBBÝ!!!
Frábært að heyra er ekkert smá spennt að fara :D
Post a Comment