Tuesday, April 28, 2009

Fínn afmælisdagur og smá skemmtun fyrir ykkur

Ég átti bara mjög fínan afmælisdag í gær og Halla og Kata komu í heimsókn um kvöldið og við elduðum ljúffengar kjúklingabringur. Ég læt uppskriftina fylgja með.

Camenbert Bringur í rjómasósu

camenbbringa.jpg

4 Kjúklingabringur
Ferskir sveppir u.þ.b. einn kassi
camenbertostur
rjómi

Búið til vasa úr bringunni og setjið ostinn inní.Skerið sveppina niður.Kryddið kjúklinginn með season all. Hitið pönnuna vel og steikið þannig að hann verði fallega brúnn . Steikið sveppina og setjið með kjúklingnum. Hellið síðan rjómanum yfir og látið krauma þar til tilbúið.

Einnig má bragðbæta bringurnar með því að vefja beikoni utan um þær.


Ég ætla svo að setja inn myndir af gærkvöldinu og pökkunum seinna í dag.

Í dag er annars bara verkefnavinna og væntanlega forlagsþrif.

Ég ætla þó að setja inn nokkur vídjó ykkur til skemmtunar og yndisauka.

Þetta er með Jim Carrey og Will Ferrel úr Saturday Night Life.




Jacuzzi Lifeguard - Jim Carrey & Will Ferrell - kewego
Awesome show with Jim Carrey in the role of an annoying jacuzzi lifeguard. First seen on SNL.


Hér er svo vídjó úr Britain's got talent með virkilega flinkum strák sem syngur.
Mér tókst ekki að setja það beint hingað inn en klikkaðu hérna til að horfa á vídjóið.

Jæja, ég ætla að halda áfram lærdómnum!

Monday, April 27, 2009

Ég á afmæli :)

Jæja. Ég vaknaði í morgun og var þá árinu eldri.
Ég er semsagt orðin 25 ára!

Ég hef nú lifað fjórðung úr öld og get því ekki talist neitt unglamb lengur! Ég fann grátt hár um daginn og ætlaði að halda uppá það en nú finn ég það ekki aftur. Sólin skín og það virðist ætla að verða góður dagur í dag og ég ætla að reyna að njóta hans þrátt fyrir allan lærdóminn. Ég hef nú þegar fengið fjölmargar afmæliskveðjur í símann minn sem ég er þakklát fyrir. Ég reikna svo fastlega með því að pökkum rigni yfir mig í kvöld þegar Kata og Halla koma í mat. Það eina sem vantar eruð þið sem lesið bloggið mitt og ég hugsa til ykkar með söknuði í dag. En nú ætla ég að opna pakkann frá Fjólu.
Eigið góðan dag!

Sunday, April 26, 2009

Hrikalegt kvöld í forlaginu

Ég ætla bara að segja nokkur orð um þennan skrautlega dag í dag. Ég fór í sunnudagaskólann sem gekk bara þokkalega vel, nema ég gleymdi lyklunum að forlaginu, svo ég þurfti að fara heim áður en ég gat farið að þvo. Það var nottla bömmer, en jæja, ég fór bara heim, fékk mér kvöldmat og fór svo í forlagið um áttaleytið. Þetta er gamalt viðarhús, og að sjálfsögðu enginn í húsinu þegar ég kom. Ég þurfti að fara upp á efstu hæðina til að ná í ryksuguna og slæ inn tölurnar til að slökkva á viðvörunarkerfinu eins og vanalega, eins og ég hef gert svona hundrað sinnum áður. Nema í þetta sinn hélt kerfið áfram að pípa þar til viðvörunar bjöllurnar glumdu svo undir tók í öllu húsinu. Ég fékk algerlega fyrir hjartað og hljóp niður að ná í Fróða og koma honum í skjól fyrir þessum hræðilega hávaða. Fróði var auðvitað lafhræddur og titraði og skalf meðan ég þaut með hann inná skrifstofu þar sem síminn var að hringja. Það var frá Securitas, en konan í símanum spurði um leyniorð sem ég kunni auðvitað ekki en gat þó sagt henni kóðann að viðvörunarkerfinu. Hún sagði mér að prófa að slá hann inn aftur en allt kom fyrir ekki. Þá hringdi Forlagsstjórinn og gaf mér aðrar tölur sem ekki virkuðu heldur. Ég og Fróði vorum föst inná skrifstofu í 20 mínútur meðan bjöllurnar glumdu og ég hélt fyrir eyrun á Fróða. Ég flýtti mér svo að þrífa í snatri þegar loksins slokknaði á kerfinu og forðaði mér út úr forlaginu um hálfellevu, þá orðin verulega kvekkt og tæp á taugum auk þess sem ég heyri ennþá suð í eyurunum á mér. Ég bara vona að Fróði hafi ekki hlotið skaða af þessum hræðilega hávaða. Þegar ég kom út sá ég Trikkinn minn keyra framhjá og ég horfði upp í himininn og spurði Guð hvort hann hataði mig ekki bara. Og þá byrjaði að rigna. Hellidemba og ég ekki með regnjakka eða regnhlíf. Ég beið eftir strætó í rigningunni og hraðaði mér svo frá stoppistöðinni og heim í myrkri og rigningu.
Á morgun verður vonandi betri dagur, enda verð ég 25 ára eftur rúma mínútu :D Halla og Kata koma í mat, en ég verð með kjúklingafille fyllt með Camembert osti og rjómasósu og Kata kemur með Nóa Suðusúkkulaði svo við getum bakað frönsku súkkulaðikökuna, namminamm :þ nú og svo get ég opnað pakkann frá Fjólu, vúhú.
Góða nótt elskurnar og sofið rótt.

Saturday, April 25, 2009

Grill hjá Örnu og steikjandi hiti

Ætlaði bara að láta vita að það er svo sannarlega komið sumar hérna í Osló. Ég fór út með námsbókina í gærmorgun til að lesa og fór svo í labbitúr með Fróða og hitinn var kominn upp undir þrjátíu gráður þar sem sólin skein beint á mig í sólstólnum úti í garði. Ég þoldi ekki lengur við heldur flúði inn aftur. Í gærkvöldi fór ég með Elsu í grill til Örnu og mér var boðið með til að leiðbeina Elsu hvaða leið hún á að keyra til Örnu. Það var rosalega fínt, æðislegt veður og ég og Halla sátum úti á palli og borðuðum grillað lambakjöt og kjúklingabringur. Ég keyrði svo okkur Elsu heim ásamt konu sem heitir Arna sem var með okkur í grillinu og kemur frá Bergen. Hún var rosa hrifin af Fróða auðvitað og sagði að svona hund vildi hún eignast. Mér tókst svo að koma okkur Örnu gegnum allar einstefnurnar og krúsídullurnar í miðbæ Oslóar og heim á Jutulveien. Í dag þarf ég svo að fara og þrífa í Forlaginu og vinna í sunnudagaskólanum. Þess á milli er ég að vinna í verkefni sem ég á að skila á miðvikudaginn um nyreligiøsitet. Mér mun samt ekki leiðast þegar ég hef skilað því af mér því þá kemur mamma! Ég hlakka rosa til að fá hana í heimsókn og kannski held ég bara upp á afmælið mitt líka þegar hún kemur, en ég verð alveg hrikalega gömul á morgun, 25 ára! Í dag virðist ætla að vera heitur dagur og spurning að kíkja aftur með bókina útí garð.
Eigið góðan dag!

Friday, April 24, 2009

Umhverfissinnarnir

Mig langaði bara að setja inn þessa auglýsingu sem er oft spiluð í sjónvarpinu hérna úti.




Miljøagentene eða umhverfissinnarnir er hugmynd sem gengur útá að börnin eigi að passa uppá að foreldrarnir fari ekki illa með náttúruna, flokki rusl og minnki mengun því að um ræðir þeirra framtíð. Í vídjóinu stendur litli strákurinn pabba vinar síns og félaga hans að því að menga umhverfið. Hann skipar þeim að drepa á bílnum, þetta sé ekki töff og hótar að segja syni eins þeirra frá. Hann skammast sín og þeir drepa á vélinni. Strákurinn segist svo áður en hann hjólar í burtu: Jeg er ekki reiður, bara rosalega vonsvikinn.

Gleðilegt sumar

Ég hef verið allhræðilegur bloggari undanfarið, en hér hefur bara verið alltof mikið að gera einsog vanalega.
Ég ýmist í heimsókn eða með heimsókn svoleiðis að hér er sko aldrei dauður punktur get ég sagt ykkur. Sumarið er komið til Oslóar, blómin eru að springa út og laufin farin að láta sjá sig á greinum trjánna.
Ég fékk pabba í heimsókn síðustu helgi og það var alveg æðislegt.
Við byrjuðum á því að kíkja í Vigelandsparken á laugardeginum, reyndar ekkert í spes veðri.
Hér er pabbi fyrir framan hæstu styttuna í garðinum, sem er samansett af mannslíkömum.


Fróði fékk auðvitað að pósa hjá styttunum.

Svaka ánægður með sig, allir að horfa á hann og taka mynd af HONUM, ekki styttunni sko :þ

Ég og dýrið með háa turninn í bakgrunn

Ég sýndi pabba svo skólann minn, reyndar aðeins að utanverðu þar sem hann var lokaður á laugardegi.

Pabbi vildi taka mynd af þessu því að skólinn er á Gydas vei, en besta vinkona mömmu og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK heitir Gyða.

Pabbi að kíkja á kortið áður en við lögðum af stað heiman frá mér til að fara á Big Horn Steakhouse á Akerbrygge.
Pabbi rataði auðvitað útum allt einsog ekkert enda með frábæran aðstoðarmann til að lesa á kortið meðan hann keyrði.

Við fengum okkur mexíkanska piparsteik á steikhúsinu, alveg einsog síðast og bananasplitt í desert...namminamm....:p

Á sunnudeginum keyrðum við til Kolbotn og náðum í Höllu áður en við brunuðum svo til Frognerseteren og fórum á kaffihúsið sem ég og Fjóla fórum á þegar hún var í heimsókn hjá mér í vetur.

Það varð auðvitað að pína Fróða smá.

Ég og Halla og Fróði fyrir utan þetta flotta kaffihús.

Eftir heitt súkkulaði og meðlæti var ekki annað í stöðunni en að reyna að ganga þetta af sér.
Fróði á fleygiferð.

Ég og pabbi með skóginn í bakgrunni.

Halla og pabbi

Við vinkonurnar

Við keyrðum svo til Holmenkollen til að kíkja á skíðapallinn, en þar var allt lokað vegna framkvæmda. Það var þó ekki fýluferð því pabbi tók myndir af svæðinu þar sem þeir voru að byggja til að sýna köllunum í Ístak hvað Norðmennirnir væru vitlausir þegar kæmi að því að byggja.
Rétt hjá Holmenkollen var svo þetta fallega hótel og pabbi rak mig út úr bílnum til að smella myndum af því.

Inngangurinn

Þá var ferðinni haldið til Bærumsverk sem er rosa sætt lítið þorp þar sem ýmislegt handverk er til sölu og sýnis. Bærumsverk var byggt árið 1603 og hefur veirð starfrækt síðan þá og því elsta starfsemin í Noregi.
Fróði var í töskunni í bílnum á leiðinni og slappaði vel af.

Hér erum við komin til Bærumsverk og Halla stendur á brúnni yfir lækinn sem rennur gegnum þorpið.

Halla að sýna okkur húsin.

Pabba fannst alveg magnað og mjög norskt að setja hurð þarna á aðra hæðina :D

Þessi stytta er nottla rosaleg. Ég meina það koma börn í garðin og hvaðeina :D

Fróði og mörgæsirnar


Við fórum inní súkkulaðibúð og fundum þar norsk páskaegg úr súkkulaði!!!

Hér var verið að selja handgerðar körfur og Fróði var ekki lengi að koma sér fyrir í einni þeirra.

Þetta fannst mér bara snilld. Ruggurolla!

Við fórum svo auðvitað á kaffihús og fengum okkur sætindi.



Við enduðum á því að borða á mexíkönskum stað á Karl Johan. Þetta var alveg æðisleg helgi og ég er svo þakklát að pabbi gat komið og heimsótt mig. Ég var nottla dekruð í klessu og pabbi keypti rosa fallegt hjarta úr gleri handa mér og handa Höllu.
Nú er ég að fara að horfa á mynd með Kötu eftir annasaman dag. Ég þarf að skila verkefni í næstu viku og þarf að finna mér sumarvinnu.
Þið megið endilega biðja fyrir því að hvorutveggja takist vel.
Hlýjar sumarkveðjur héðan úr Osló

Wednesday, April 15, 2009

Páskamyndir

Þetta voru fyrstu páskarnir mínir fjarri fjölskyldu og mörgum góðum vinum. Þeir voru þó bara nokkuð ánægjulegir og ekki spillti fyrir að ég og Kata elduðum alveg ótrúlega góða páskaskinku með brúnuðum kartöflum og ávaxtasallati á páskasunnudag, eftir að við komum heim úr páskamessu úr morguninn.
Hér er Kata að bragða á sósunni og athuga skinkuna

Namminamm :þ

Eftir matinn var svo myndataka og auðvitað var Fróði aðalviðfangsefnið.

Ha, norskt pappapáskaegg, hvað er nú það???

Sætastur

Páskabaðið

Ég er sko BARA saklaus mamma

Fróði og Kata að knúsast

Við fórum svo í smá labbitúr og ég tók myndir af húsinu mínu.
Það er fremst til vinstri á myndinni:

Kata hinum megin við götuna


Þegar við komum inn bökuðum við franska súkkulaðköku úr Nóa Siríus suðusúkkulaði, nammnamm....:p

Nú svo hélt myndatakan auðvitað áfram:

Haha, smá dýranýðsla í gangi

Svo ein svona alvarleg í lokin.


Seinbúnar páskakveðjur frá mér og Fróða :D

Sunday, April 12, 2009

Gleðilega páska

Gleðilega páska


„Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér" Markús 16ff


Meira blogg og myndir á morgun!

Saturday, April 11, 2009

Lillehammer og Lilleroseter

Þetta hefur verið notalegt páskafrí. Ég fór með Höllu og Sigrúnu til Lillehammer á miðvikudaginn sem er rúmlega þriggja tíma keyrsla frá Osló.
Hér er Halla bílstjóri sem tók nokkrar vitlausar beyjur þannig að við vorum fjóra tíma á leiðinni :þ

Við vorum ekki beint heppin með veður en svona var útsýnið nær alla leiðina

Rigning og þoka

Við komumst þó loks á leiðarenda og fórum á kaffihús í bænum þar sem við höfðum mælt okkur mót við Klöru, Sævar, Írisi, Helenu og Tómas
Íris og Helena litla og Sævar afi með á neðri myndinni


Ég og Klara

Frá vinstri: Sigrún, Halla, Klara og ég

Litla fjölskyldan, Tómas, Helena og Íris


Helena litla

Hér erum við á göngugötunni í Lillehammer með risaregnhlíf

Ég sá þennan ofurtöff hana og bara varð að taka mynd af Höllu fyrir framan hann. Svo er bara spurning hvor er meiri töffari :)

Þessi elgur sat með höfuðið fast inní kaffihúsi :þ

Halla, Klara og Sigrún


Ég læt þessa mynd fljóta með því ég benti Fróða á að koma að glugganum því ég ætlaði að taka mynd af honum fyrir framan hann. Fróði misskildi eitthvað og sá ekki að þarna var gler og hoppaði beint á gluggann. Ég fékk alveg sjokk og Fróði var pínu vankaður eftir á einsog kannski sést á myndinni.

Við Fróði fyrir aftan listaverk sem reist var til að minna á Ólympíu leikana sem haldnir voru í bænum árið 1994

Fróði var sko ekki að nenna þessu

Halla á aðalgöngugötunni með Fróða

Gleðilega páska :D

Fróði að velja af matseðlinum

Halla í ólympíu kyndlahlaupara listaverkinu með regnhlífina


Smá bæjarmynd


Á skírdag fórum ég og Camilla í göngutúr að Lilleroseter, sem er nálægt Grorud þar sem Camilla ólst upp. Þetta er vanalega um 2ja tíma ganga en við vorum rúma fjóratíma þar sem við löbbuðum frá T banastöðinni og stoppuðum soldið á toppnum. Þar hitti Fróði svakalega sæta tíbbadömu og það var auðvitað ást við fyrstu sýn:


Knúsast smá

Algjört bjútí og þvílík prinsessa sem þessi tíbbadama var. Sú sem var með hana var bara að passa hana en hún sagði að hún var alger prinsessa, eigandinn hafði sagt að hún gæti bara labbað í einn klukkutíma af því hún væri svo lítil!

Camilla fyrir utan kaffihúsið á bekknum þar sem við borðuðum nesti.

Fróði og tíbbadaman höfðu aðallega áhuga á einu eins og sést á þessum myndum:

Snilldarsvipur á þeim báðum

Fallega daman
Fróði heilsaði svo síðar uppá minpin tík meðan tíbbadaman var bundin við staur og hún grét af afbrýðisemi :þ

EFtir gönguferðina fórum við heim til mömmu Camillu þar sem við borðuðum kvöldmat.
Fróði var líka dauðþreyttur og ákvað að liggja og lesa aðeins í matreiðslubókinni :)
Ok, hann skoðaði bara myndirnar, en samt :þ

Hann þurfti svo auðvitað að gera nokkur trix til að fá nammi og fékk svo dollu af túnfisk.

Í gær, föstudaginn langa, var bara afslöppun. Ég fór aðeins út að hjóla og svo labba með Fróða því veðrið var svo gott. Um kvöldið komu Henriette og Kata í heimsókn og við horfðum saman á Sense and Sensibility og drukkum te.
Í dag er heitasti dagurinn í marga mánuði. Ég vaknaði við að ég var að stikna úr hita og er nú á leið útí búð á kaupa það sem vantar í páskamatinn. Kata keypti páskaskinku sem ég ætla að matreiða. Svo fer ég í forlagið að þrífa.
Í kvöld er svo Påskeaften sem er víst eitthvað big deal hjá Norðmönnum því búðirnar eru bara opnar til fjögur í dag.
Eigið frábæran dag :D