Tuesday, July 28, 2009

Ískaldur sundsprettur í Steinburvatni

Við Kristín skelltum okkur niður að Steinbruvatni í dag í sólinni. Við hentum okkur útí vatnið sem var heldur kalt, en einsog sannir Íslendingar létum við það ekki aftra okkur. Við busluðum í vatninu í tæpar 20 mínútur!

Kristín að koma uppúr ísköldu vatninu
Fróði og Kristín

Kristín fær koss

...og kossaflensið heldur áfram

Fróði í nuddi

Kóngurinn sjálfur

Mússimús
Kristín pæja
Nautnaseggurinn í hárreytingu
Við vinkonurnar
Við kíktum auðvitað í dýrabúð á leiðinni og ég keypti svaka flottann hermannaregnjakka handa Fróða töffara. Á leiðinni heim kíktum við svo í verslunarmiðstöð í Stovner þar sem ég keypti mér leggings og Kristín verslaði líka hitt og þetta. Þegar við komum svo heim elduðum við mexíkanska kjúklingaréttinn og átum með góðri list.
Á morgun þarf ég að vinna í töskubúðinni á meðan Kristín verður að túristast ein í Osló. Ég held hún bjargi sér nú alveg með það, enda hefur hún Fróða með sér til að vísa sér veginn......að næsta tréi til að míga á!


Monday, July 27, 2009

Kristín er í heimsókn :)

Ég er búin að hafa það mjög gott síðustu daga enda er hún Kristín vinkona í heimsókn hjá mér! Við erum búnar að bralla ýmislegt síðan hún kom á föstudagskvöld síðastliðið. Á laugardeginum tókum við strætó til Råde þar sem við kíktum á hundasýningu. Það var mjög gaman þrátt fyrir rigningu og auðvitað smellti ég af nokkrum myndum.

Kristín lét prenta þessa flottu mynd aftan á hettupeysuna sína fyrir 50 krónur.

Ég þurfti auðvitað að gera slíkt hið sama!


Kristín sæta í rigningunni
Fróði var aðeins að misskilja hvernig þessi regnhlíf ætti að virka.
Svaka fallegur Papillon

Ég var ekki alveg viss hvort þetta ætti að vera hestur eða hundur.
Tveir sætir Cavalier hundar létu fara vel um sig í þessari kerru.
Þessi sæta tíbbastelpa var bara 10 vikna og alger draumur. Svakalega róleg og góð, alveg einsog Fróði þegar hann var hvolpur, ég var alveg veik.
Við heilsuðum uppá þessa litlu tík og eigandann hennar. Hún er af tegundinni tékkneskur rottuhundur. Svakalega falleg og skapgóð og vóg aðeins 1700 grömm!

Í gær fórum við svo í göngutúr í Vigelandsparken í rosalega góðu veðri. Kristín var með myndavélina sína og tók nokkrar myndir í garðinum, sem ég ætla að fá hjá henni fljótlega. Það var rosa fínt og við stoppuðum lengi á hundasvæðinu þar og Fróði fékk að leika við ófáa smáhunda. Í dag var svo farin verslunarferð í rigningunni, en við erum komnar heim núna og ætlum að hafa það gott í kvöld, spila á spil eða glápa á imbann :)

Monday, July 20, 2009

Korsvei og Harry Potter

Ég er nú komin aftur í siðmenninguna eftir 5 nætur í tjaldi í fallegum dal í Seljord. Mótið var mjög skemmtilegt, alveg hellings dagskrá allan tímann og það var sérlega gaman að aðal fyrirlesaranum, Shane Claiborne.Hann talaði meðal annars um samfélagið sem hann hefur stofnað í fátækrahverfi Philadelfiu þar sem hann og trúsystkini hans búa og reyna að lifa eins og meðlimir frumkirkjunnar.
Hann er mjög skemmtilegur náungi og gaman að heyra hann tala. Hann hefur meðal annars skrifað bókina "Jesus for president" Þetta er virkilega áhugaverð og skemmtileg bók sem ég mæli með að þið lesið. Í bókinni fer Shane í gegnum sögu Biblíunnar þar sem hann leggur áherslu á hvaða stefnur Ísraels fólki og Guðs fólki er fyrirskipað að taka í efnahags og utanríkismálum og ber saman við hvernig þessum málum er háttað í USA í dag. Það var annars hellings prógramm á mótinu og svakalega skemmtilegar morgun Guðsþjónustur og kvöldvökur. Aðaldagskráin var í sirkhústjaldi og það varð eins konar þema mótsins. Það voru trúðar, sirkúrslistamenn og látbragðsleikarar sem tóku m.a. þátt. Virkilega frumlegt og skemmtilegt. Á hverju kvöldi var svo leikþáttur sem skipt var í 5 þætti, semsagt einn á hverju kvöldi. Henriette vinkona lék eitt hlutverkanna og næst síðasta kvöldið fékk Fróði að taka þátt!!! Hann var borinn inn í handtösku og svo var hitt og þetta týnt uppúr töskunni áður en Fróði hoppaði svo uppúr öllum að óvörum. Þetta vakti mikla lukku og allur salurinn (3000 manns) klöppuðu og flautuðu fyrir honum. Fróði skildi ekki hvaða læti þetta voru, en var fljótur að sætta sig við þessar móttökur. Hann öðlaðist gríðarlega frægð og við fengum varla að vera í friði það sem eftir var mótsins því að allir flykktust að til að fá að klappa stórstjörnunni og gefa henni nammi. Kata tók flestar myndirnar af hátíðinni svo ég set þær hingað inn um leið og ég fæ þær í hendurnar. Hún er núna farin út á land að heimsækja vinkonu sína en kemur aftur í vikunni. Ég hef þó ekki verið iðjulaus síðan ég kom heim, en í gær fór ég með Kötu og vinkonu hennar á Harry Potter and the Halfblood Prince. Hún var rosalega flott og skemmtileg mynd svo ég var hæst ánægð. Ég fór svo í einhverja kvíðaflækju í gær og fór að hafa áhyggjur af peningum og vinnu og ég veit ekki hvað. En ég hef ákveðið að í vetur muni ég einungis vinna hjá íslenska söfnuðinum með skólanum, þ.e. svo lengi sem ég kemst upp með það fjárhagslega. Það eru ýmisleg verkefni í boði, m.a. sunnudagaskólinn hér í bænum og Frederikstad og svo er öllum leiðtogum kirkjunnar boðið á námskeið í Gautaborg í haust. Það verður rosa gaman og ég hlakka til. Í dag fer ég svo í Forlagið að þrífa eins og svo oft áður. Hér er bara skýjað og engin sól, júlímánuður hefur verið nær sólarlaus en ég vona að það breytist áður en Kristín kemur á föstudaginn! Ég hlakka rosa til að fá hana í heimsókn og hlakka til að fara með henni á stóra hundasýningu sem verður haldin næstu helgi.
Ég læt þetta duga í bili og set inn myndir við fyrsta tækifæri.

Sunday, July 12, 2009

Fróði hveitibolla

Í dag verður nóg að gera að þvo þvott og þrífa en ég og Kata höfum þó haft það notalegt síðustu daga þar sem við erum báðar atvinnulausar í júlí. Við bökuðum alveg fáránlega góða pizzu um daginn og auðvitað vildi Fróði ekki missa af neinu, heldur settist á fæturna mína beint undir borðinu. Hann fékk auðvitað sinn skammt af hveiti og var ekkert að hafa fyrir því að þurrka það af sér.


Posted by Picasa
Annars var ég að heyra í Henriette sem er komin til Seljord þar sem Korsvei mótið verður haldið og ég hlakka til að hitta hana á þriðjudaginn :)

Saturday, July 11, 2009

Myndir frá Nøklevann

Hér koma enn fleiri myndir, kannski soldið random röð á þessu hjá mér, en þetta er frá ferð okkar Camillu til Nöklevann sem er um hálftíma labb þaðan sem hún býr á Böler. Þar er yndislegt að fara og synda í vatninu og sóla sig á bakkanum.

Fróði bjútí

Við vorum ekki þær einu að nýta okkur góða veðrið, en Norðmenn eru duglegir við að fara út í náttúruna við fyrsta sólargeisla.
Ein af Camillu í sólbaði.
Posted by Picasa


Við Kata fórum svo að vatninu síðar í vikunni og það var mjög gaman.

Ég fyrir utan girðinguna þar sem þeir eru með geitur.
Fróði var alveg vitlaus í geiturnar, hafði ekki augun af þeim og vildi ólmur leika við þær
Fróði og nokkur leikskólabörn
Þær komu flestar og heilsuðu uppá Fróða, voru sko ekkert hræddar við hann og héldu alveg rónni.

Við fundum okkur fínan stein til að setjast á

Ég og Fróði búin að koma okkur fyrir


Þessar endur hættu sér mjög nálægt til að sníkja mat af okkur. Komu alveg uppá steininn til okkar, en sneru snögglega við þegar þær sáu Fróða
Kata í strandlakinu sínu
Þessir tveir sætu Japönsku spísshundar kíktu í heimsókn til okkar
Ég að synda



Kata í vatninu
Posted by Picasa