Saturday, July 11, 2009

Komin aftur

Vúhú, mér tókst að finna leið til að hlaða myndum auðveldlega inná blogspot svo ég ætla að halda mig hér.
Eftir miklar pælingar hlóð ég niður picasa web album á tölvuna mína, en þaðan er hægt að velja myndir og ýta á "blog this" og þá birtast myndirnar hér! Ég er mjög sátt við þetta enda vesen að vera að flytja af blogspot.
Það eru ennþá þrír póstar inná www.123.is/helgakolbeins þannig að endilega kíkið þangað.
Annars gengur allt ágætlega, ég og Kata erum að fara á kristilegt mót á þriðjudaginn í Telemark og verðum þar í tjaldi í 5 nætur með Henriette, bekkjarsystur minni. Mótið heitir Korsvei enn aðal fyrirlesarinn er bandaríkjamaður sem m.a. skrifaði bókina Jesus for president.
Á morgun þarf ég að þrífa hér "heima" og í bókaforlaginu og þrífa föt fyrir ferðina. Á mánudaginn fer ég svo til Klöru til að hjálpa henni að þrífa.

Hér fylgja með myndirnar sem ég hlóði inn gegnum picasa. Þær eru frá því að ég og Kata fórum uppað Steinbruvatni í hitanum í síðustu viku. Hitinn var í 30 gráðunum svo það var notalegt að stinga sér í vatnið sem var bara 6 gráðum kaldara.

Fróði naut sín í sólinni
Ég að synda í vatninu
Nautnaseggurinn

Kata í sólinni
Við stöllurnar
Posted by Picasa

Hendi inn fleiri myndum fljótlega. Hafið það gott.

No comments: