Tuesday, July 28, 2009

Ískaldur sundsprettur í Steinburvatni

Við Kristín skelltum okkur niður að Steinbruvatni í dag í sólinni. Við hentum okkur útí vatnið sem var heldur kalt, en einsog sannir Íslendingar létum við það ekki aftra okkur. Við busluðum í vatninu í tæpar 20 mínútur!

Kristín að koma uppúr ísköldu vatninu
Fróði og Kristín

Kristín fær koss

...og kossaflensið heldur áfram

Fróði í nuddi

Kóngurinn sjálfur

Mússimús
Kristín pæja
Nautnaseggurinn í hárreytingu
Við vinkonurnar
Við kíktum auðvitað í dýrabúð á leiðinni og ég keypti svaka flottann hermannaregnjakka handa Fróða töffara. Á leiðinni heim kíktum við svo í verslunarmiðstöð í Stovner þar sem ég keypti mér leggings og Kristín verslaði líka hitt og þetta. Þegar við komum svo heim elduðum við mexíkanska kjúklingaréttinn og átum með góðri list.
Á morgun þarf ég að vinna í töskubúðinni á meðan Kristín verður að túristast ein í Osló. Ég held hún bjargi sér nú alveg með það, enda hefur hún Fróða með sér til að vísa sér veginn......að næsta tréi til að míga á!


1 comment:

Anonymous said...

Já þetta vatn ver nú frekar kalt en þetta var mjög gaman og verður bara ennþá eftirminnilegra fyrir vikið :D

Kristín