Monday, July 20, 2009

Korsvei og Harry Potter

Ég er nú komin aftur í siðmenninguna eftir 5 nætur í tjaldi í fallegum dal í Seljord. Mótið var mjög skemmtilegt, alveg hellings dagskrá allan tímann og það var sérlega gaman að aðal fyrirlesaranum, Shane Claiborne.Hann talaði meðal annars um samfélagið sem hann hefur stofnað í fátækrahverfi Philadelfiu þar sem hann og trúsystkini hans búa og reyna að lifa eins og meðlimir frumkirkjunnar.
Hann er mjög skemmtilegur náungi og gaman að heyra hann tala. Hann hefur meðal annars skrifað bókina "Jesus for president" Þetta er virkilega áhugaverð og skemmtileg bók sem ég mæli með að þið lesið. Í bókinni fer Shane í gegnum sögu Biblíunnar þar sem hann leggur áherslu á hvaða stefnur Ísraels fólki og Guðs fólki er fyrirskipað að taka í efnahags og utanríkismálum og ber saman við hvernig þessum málum er háttað í USA í dag. Það var annars hellings prógramm á mótinu og svakalega skemmtilegar morgun Guðsþjónustur og kvöldvökur. Aðaldagskráin var í sirkhústjaldi og það varð eins konar þema mótsins. Það voru trúðar, sirkúrslistamenn og látbragðsleikarar sem tóku m.a. þátt. Virkilega frumlegt og skemmtilegt. Á hverju kvöldi var svo leikþáttur sem skipt var í 5 þætti, semsagt einn á hverju kvöldi. Henriette vinkona lék eitt hlutverkanna og næst síðasta kvöldið fékk Fróði að taka þátt!!! Hann var borinn inn í handtösku og svo var hitt og þetta týnt uppúr töskunni áður en Fróði hoppaði svo uppúr öllum að óvörum. Þetta vakti mikla lukku og allur salurinn (3000 manns) klöppuðu og flautuðu fyrir honum. Fróði skildi ekki hvaða læti þetta voru, en var fljótur að sætta sig við þessar móttökur. Hann öðlaðist gríðarlega frægð og við fengum varla að vera í friði það sem eftir var mótsins því að allir flykktust að til að fá að klappa stórstjörnunni og gefa henni nammi. Kata tók flestar myndirnar af hátíðinni svo ég set þær hingað inn um leið og ég fæ þær í hendurnar. Hún er núna farin út á land að heimsækja vinkonu sína en kemur aftur í vikunni. Ég hef þó ekki verið iðjulaus síðan ég kom heim, en í gær fór ég með Kötu og vinkonu hennar á Harry Potter and the Halfblood Prince. Hún var rosalega flott og skemmtileg mynd svo ég var hæst ánægð. Ég fór svo í einhverja kvíðaflækju í gær og fór að hafa áhyggjur af peningum og vinnu og ég veit ekki hvað. En ég hef ákveðið að í vetur muni ég einungis vinna hjá íslenska söfnuðinum með skólanum, þ.e. svo lengi sem ég kemst upp með það fjárhagslega. Það eru ýmisleg verkefni í boði, m.a. sunnudagaskólinn hér í bænum og Frederikstad og svo er öllum leiðtogum kirkjunnar boðið á námskeið í Gautaborg í haust. Það verður rosa gaman og ég hlakka til. Í dag fer ég svo í Forlagið að þrífa eins og svo oft áður. Hér er bara skýjað og engin sól, júlímánuður hefur verið nær sólarlaus en ég vona að það breytist áður en Kristín kemur á föstudaginn! Ég hlakka rosa til að fá hana í heimsókn og hlakka til að fara með henni á stóra hundasýningu sem verður haldin næstu helgi.
Ég læt þetta duga í bili og set inn myndir við fyrsta tækifæri.

1 comment:

Anonymous said...

Vá trúi þessu ekki að ég sé að koma á morgun eða eiginlega í dag því klukkan er orðin svo margt :)
Þetta á eftir að vera æði sjáumst á morgun skvís ;)

Kristín