Sunday, July 12, 2009

Fróði hveitibolla

Í dag verður nóg að gera að þvo þvott og þrífa en ég og Kata höfum þó haft það notalegt síðustu daga þar sem við erum báðar atvinnulausar í júlí. Við bökuðum alveg fáránlega góða pizzu um daginn og auðvitað vildi Fróði ekki missa af neinu, heldur settist á fæturna mína beint undir borðinu. Hann fékk auðvitað sinn skammt af hveiti og var ekkert að hafa fyrir því að þurrka það af sér.


Posted by Picasa
Annars var ég að heyra í Henriette sem er komin til Seljord þar sem Korsvei mótið verður haldið og ég hlakka til að hitta hana á þriðjudaginn :)

4 comments:

Anonymous said...

Fróða krútt :)

Kristín

Unknown said...

Hehe... snilldar mynd af Fróða sæta!!
Sakna ykkar beggja...

Hvað varstu annars að tala um íbúð? Vantar einhvern íbúð ennþá? Er ekki komin með leigjanda ennþá og tíminn að renna út... endilega láttu mig vita ef þú veist um einhvern sem er að leita... :)

Knús og klemm...
Sólrún.

Fjóla Dögg said...

hæ sæta sakna þín.

Ég vona að það gangi allt vel hjá þér og þú njótir þín bara að vera í fríi í jílí þótt þð hafi ekki verið plnið og hálf ömurlegt hvernig var komið framm við þig í sambandi við þessa vinnu.

ég elska þig og vonast til að fá símtal frá ykkur Kristínu þegar hún er komin til þín

kær kveðja Fjóla

Helga said...

Sólrún: Var að koma heim úr útilegu, en Hjalta bróður mínum og Maríu Erlu vantar íbúð á leigu. Ég hef ekki heyrt í mömmu síðan fyrir viku en er nokkuð örugg að þau eru enn að leita og í hverfinu sem íbúðin þín er í og í sama stærðar og verðflokki. Ég skal reyna að ná í Hjalta og koma ykkur í samband, hringi kannski í múttu í kvöld og heyri. Annars er síminn hjá honum 6922104.
Knús til baka xxx

Kristín: Já hann hlakkar sko til að knúsa þig þegar þú kemur og mig líka.

Fjóla: Takk Fjóla mín, ég fæ alveg sting í magann stundum ég sakna þín líka. Við Kristín hringjum að sjálfsögðu í þig þegar hún er komin til mín :)

Knús á línuna, Helga og Fróði