Saturday, August 01, 2009

Dagur í hundagarðinum

Jæja, ég hef ákveðið að reyna að vera duglegur bloggari þó að lítið sé um að ég fái einhverjar athugasemdir. Kristín fór heim í gærkvöldi og ég fylgdi henni útá völl. Það var leitt að þurfa að kveðja hana en alveg yndislegt að hafa hana í heimsókn. Ég er rosa þakklát fyrir að hún kom og við áttum svakalega góðan tíma saman. Við vorum duglegar að kíkja í gæludýraverslanir og fatabúðir síðustu daga og ég keypti mér meðal annars rosa fínar gallabuxur á meira en 70% afslætti í Sizzi sem er ein uppáhaldsbúðin mín hér úti. Mamma sendi mér sms á fimmtudaginn að ég væri að fá 125 þúsund endurgreiddar fá skattinum heima sem er nottla alveg frábært. Ég átti alls ekki von á að fá svona mikið, en um leið og ég er þakklát, get ég ekki annað en hryggst aðeins við það að þetta eru einungis um 6 þúsund norskar krónur einsog gengið er í dag :( Mamma og pabbi ætla samt að hjálpa mér að borga leiguna nú í ágúst og ég er þakklát fyrir það líka. Ég hafði kviðið soldið fyrir deginum í dag, því nú erum ég og Fróði svotil alein eftir. Kata er farin heim og það var sorglegt að þurfa að kveðja hana. Það er búið að vera svo yndislegt að hafa hana svona nálægt mér og við hittumst nær daglega svo það eru mikil viðbrigði að hún sé farin. Ég er ofsalega fegin þó að hafa Camillu, við ætlum að hittast á morgun, en hún er búin að vera á haus að flytja í nýju íbúðina. Í dag var rosalega gott veður og ég dreif mig með Fróða í hundagarðinn í Vigelandsparken. Það var mjög gaman og ég hef sjaldan séð Fróða skemmta sér jafn vel. Hann kynntist þarna 3 ára geldum JRT sem heitir Amigo og þeir urðu strax perluvinir. Eftir að hafa þekkst í minna en 10 mínútur kom stór svartur hundur og hljóp beint að Amigo som kveinaði hástöfum af hræðslu. Fróði var ekki lengi að koma vini sínum til bjargar og hljóp geltandi að stóra hundinum og stillti sér upp við hliðina á Amigo. Eftir það voru þeir orðnir dúó og gerðu allt saman. Ef Amigo gelti gelti Fróði og öfugt og saman fóru þeir og heilsuðu uppá alla nýju hundana í garðinum. Amigo er rosa góður, hann er svaka orkubolti en hafði áður verið ómögulegur með öðrum karlhundum. Lenti sífellt í slag og gat ekki verið laus á hundasvæði. Eftir geldinguna varð hann annar hundur og honum og Fróða samdi alveg ótrúlega vel. Ég spjallaði heillengi við eiganda hans sem er stelpa á aldur við mig. Hún sagðist oft koma í garðinn og ég vona ég hitti aftur á hana fljótlega. Ég ætla að vera duglegri að fara með Fróða í garðinn núna þar sem það lífgaði svona hressilega uppá hann. Fróði er búinn að vera óvenju þungur undanfarið og ég veit hann hefur sárlega vantað félgaskap annarra hunda svo ég er rosa fegin að hann hitti Amigo. Fróði er reyndar ótrúlega góður í garðinum og hefur hingað til ekki farið í slag eða verið með derring við neinn. Geltir bara á suma af stóru hundunum en er annars duglegur að lúffa fyrir tíkum jafnt sem rökkum.
Á morgun fer ég að þrífa forlagið og kíki svo til Camillu í nýju íbúðina. Ég fer svo að vinna eitthvað í töskubúðinni í næstu viku, en verslunarstjórinn ætlar að sjá hvort hún geti fengið verslunareigandann til að leyfa mér að hafa Fróða.

3 comments:

Unknown said...

oh Fróði er diggur vonur það ætti Moli nú að kannast við ;D

knúsar á ykkur elsku dúlla heyrumst sem fyrst.

Fjóla

Helga said...

Já, það er sko ekki verra að eiga hann að :)
Knús til baka héðan og hlakka til að heyra í þér :x

Anonymous said...

Æðislegt að hann hafi fundið félaga :) Lýst vel á það að þú farir með hann oft í hundagarðinn.

Knús Kristín