Friday, August 28, 2009

Ég kem heim í október!!!

Það er nottla bara alltof langt síðan ég bloggaði síðast! Ég biðst afsökunar, en ég hef haft í nógu að snúast með skóla og vinnu síðustu daga. Sem betur fer hef ég nú fengið námslánið mitt og hef verið ansi dugleg að strauja kortið síðustu daga. Borga reikninga, leigu, tösku fyrir Fróða og ýmislegt annað. Það síðasta var hins vegar flugmiði til Íslands 21-28 október! Arna benti mér á að það væru nokkrir miðar í boði í október á 1000 krónur norskar báðar leiðir og ég bara stóðst ekki mátið! Ég missi reyndar af nokkrum fyrirlestrum, en bækurnar verða í farangrinum svo ég verð að glugga soldið í þær heima. Ég er rosalega spennt og hlakka svo til að hitta ykkur öll heima á klakanum, knúsa mömmu og pabba og fara í göngutúr með Kristínu minni og
ég veit ekki hvað!!!
Tíminn verður eflaust fljótur að líða þangað til enda aldeilis nóg að gera í skólanum, töskubúðinni og íslenska söfnuðinum. Mér líst bara vel á þessa önn, hún er þyngri og meira krefjandi en síðasta ár, en þannig á það líka að vera og ég er staðráðin í því að standa mig vel. Ég mun hinsvegar nota restina af deginum í dag í þrif hér heima sem er vægast sagt þörf á! Ég fer svo að vinna á morgun og sunnudagurinn verður vonandi notaður í lestur, ég er pínu eftirá enda fékk ég ekki bækurnar fyrr en í gær og vantar enn nokkrar.
Á mánudaginn fer Fróði í augnskoðun þar sem ég vil athuga hvort hann sé nokkuð með PRA. Eins og sum ykkar vita hefur hegðun hans inni og úti breyst síðustu vikur og mánuði og ástæða til að gruna það orsakist af sjóndepru. Ég veit að þið biðjið fyrir þessu, ég er nokkuð kvíðin en reyni að undirbúa mig að takast á við niðurstöðurnar.
Ég er svo að vinna í þessu með að setja myndir hér á bloggið, þær koma von bráðar :þ

2 comments:

Unknown said...

vá ferð bara heim í október en gaman :D
Þú knúsar þá vel Kristínu fyrir mig.

Gangi þér rosalega vel og endilega láttu mig vita hvernig fer með Fróða kall

kv Fjóla

Anonymous said...

Æðislegt get ekki beðið að fá þig heim skvís verður æðislegt :D
Endilega láttu mig vita hvað dýri segir með Fróða ...

Knús Kristín