Camilla var veik á laugardaginn svo ekki varð úr Tusenfryd ferðinni, en í staðinn horfðum við á Pan's Labirynth í nýja flatskjánum í nýju íbúðinni þeirra Camillu og Torje. Eftir myndina, sem var fremur dimm og óhugguleg tók ég síðasta banann heim. Ekki vildi betur til en svo að hann keyrði bara til Stortinget og allir aðrir banar, lestir og strætóar hættir að ganga. Ég var því strönduð niður í bæ um eittleytið á aðfaranótt sunnudags. Ég hringdi í Camillu sem fann útúr því að allra síðasta lest kvöldsins stoppaði ekki langt frá henni svo ég rétt náði henni tíu mínútur yfir eitt. Camilla og Torje náðu svo í mig á lestarstöðina eftir þessa mislukkuðu heimferð og ég gisti því á sófanum þeirra. Á sunnudeginum fórum við á Ísöld 3 í þrívídd, eftir að hafa komið Fróða fyrir í pössun hjá mömmu Camillu. Myndin var mjög skemmtilegt og svaka flott að sjá fígúrurnar hoppa út úr skjánum. Á mánudeginum var svo allsherjar tiltekt hér í kotinu og ég var hreinlega uppgefin þegar öllu var loks lokið. Í dag tók heldur engin afslöppun við þar sem ég fór til hennar Klöru að þrífa og beint þaðan niðrí bæ þar sem ég hafði mælt mér mót við Camillu. Ég fór með henni að versla skólabækur, þetta var heill hellingur og ég kvíði fyrir að sjá hversu mikið ég þarf að kaupa. En ég fæ það vonandi notað. Ég dreif mig svo heim til að taka á móti Elínu sem kíkti í heimsókn. Hún er komin aftur í bæinn eftir sumar hjá fjölskyldunni í Stavanger og er flutt í göngufjarlægð frá mér. Það var frábært að hitta hana aftur og ég bakaði svaka góða pizzu handa okkur. Á morgun fer ég svo með litla dýrið í pössun til Camillu þar sem hann verður væntanlega til föstudags. Ég þarf að vinna svo mikið næstu daga að það tekur sig ekki fyrir mig að ferðast alla leið til hennar og ná í hann bara svo hann sé hjá mér yfir nóttina. Það verða því tvær einmannalegar nætur, en það verður fljótt að líða. Um helgina er svo hundasýning hér í Osló sem ég ætla að skella mér á, þ.e. ef ég finn bólusetningarvottorðið hans Fróða í tæka tíð, en það má gera ráð fyrir að ég þurfi að sýna það til að komast inn með hann.
Hef þetta ekki lengra í bili og bið ykkur vel að lifa.
3 comments:
æi fúlt að hafa ekki Fróðann sinn hjá sér í tvær nætur :( annars vorum við að koma úr Washington D.C ferð með pabba og mömmu og erum núna að fara út að fá okkur borgara á Red Robin :D
knúsar elsku dúlla og reynum að spjalla einhverntíman í næstu viku þegar við erum báðar ekki eins uppteknar :D þá get ég líka labbað um og sýnt þér íbúðina
Já þaðverður erfitt að hafa ekki bangsann minn hjá mér, en hann verður nú í rosa dekri. Ég hlakka til að heyra í þér og fá að sjá íbúðina :)
Já verðum að heyrast allar 3 á skype mér langar svo að sjá íbúðina :)
En nóg að gera hjá þér greinilega.
Knús Kristín
Post a Comment