Thursday, August 06, 2009

Tusenfryd um helgina

Ég var að vinna í íslenska söfnuðinum í dag og töskubúðinni í kvöld. Arna kom á skrifstofuna í stutta stund og ég sagði henni að ég væri að spá að fara í djáknanámið í MF, hún sagði mér nú að drífa mig í prestinn frekar uppá að hafa fleiri atvinnumöguleika og öruggari tekjur. Ég ætla að sjá til en prestsnámið er einu ári lengra en djáknanámið. Annars kom gaur í vinnuna til mín í dag sem vildi bjóða mér út og var frekar ágengur. Ég asnaðist til að láta hann hafa símanúmerið mitt en ég vona að hann láti mig vera. Væri þakklát ef þið vilduð biðja fyrir því. Annars hef ég fengið að taka með Fróða í vinnuna núna, sem er frábært. Eigandinn hefur samt enn ekki gefið leyfi, en ég á eftir að tala við hann. Í næstu viku verður svo Camilla með hann þegar ég er í vinnunni svo hann verður í rosa dekri. Á morgun er meiri vinna en á laugardaginn ætlum ég og Camilla í Tusenfryd ef það verður gott veður. Ef veðrið svíkur okkur förum við frekar á kaffihús og svo í bíó, annað hvort á Public Enemy eða Ísöld 3 í þrívídd :)

3 comments:

Anonymous said...

Vá nóg að gera hjá þér :) Leyst þér ekkert á gaurinn? ;)
En ég er búin að fara á Ísöld mér fannst hún góð líka þrívídd er alltaf skemmtinleg :D

Knús Kristín

Fjóla Dögg said...

hei þú verður að segja mér hvernig fer með gaurinn :D ég hafði mikið gaman af því að lesa þetta blogg Helga og vonandi getum við þrjá vinkonurnar farið að hafa símafund

Helga said...

Já við verðum að hafa símafund bráðum! Gaurinn hringdi í mig á laugardeginum og ég útskýrði fyrir honum í símann að ég hefði ekki áhuga á frekari samskipti við hann. Hann virðist hafa náð skilaboðunum því hann hefur ekki hringt í mig aftur! Fannst þetta hálf skuggalegur náungi.

Knús og kveðjur frá mér og Fróða