Tuesday, August 04, 2009

Kvöldfærsla

Ég er á leið í háttinn en vildi bara henda inn einni færslu fyrst. Ég er búin að vera að stússast í dag og hringja í bankann að millifæra peninga svo ég geti borgað leiguna sem ég átti að borga á mánudag. Þetta tekur heila eilífð hjá þeim og verður væntanlega ekki komið inn fyrir helgi! Þvílíkt vesen eins og vanalega og eilíft stress fyrir mig. Ég þarf svo að hringja í LÍN og bankann aftur á morgun til að ganga frá þessu með að fá fyrirframlán. Ég er að vinna næstu þrjú kvöld og því miður er Camilla að vinna á sama tíma svo ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera varðandi Fróða. Veit ekki hvort eitthvað hefur breyst í því að ég megi taka hann með eða hvort ég þurfi að skilja hann eftir einan heima. Þetta hvílir allt þungt á mér. Ég get ekki lýst því hversu erfitt það er að vera með hund sem er haldinn aðskilnaðarkvíða. Ég kvíði nær öllu núna, get ég haldið áfram að taka Fróða með í skólann, hvað með í sunnudagaskólann, íslenska söfnuðinn..... Mínar nánustu vinkonur hér úti eru nú farnar heim, sem betur fer er Camilla þó enn hér. En ég upplifi núna meira en nokkru sinni áður hversu ein ég er og það er erfitt. Mér finnst ég svo hjálparlaus og ég verð líka reið útí Guð, þó Hann hafi verið mér svo góður, vegna þess að Hann hefur ekki svarað bænum mínum að lækna Fróða af aðskilnaðarkvíðanum og ég hef misst alla von. Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera því ég elska Fróða og get alls alls ekki hugsað mér lífið án hans, en ég höndla bara ekki þennan aðskilnaðarkvíða hjá honum mikið lengur.
Hafið okkur í bænum ykkar.

3 comments:

Anonymous said...

oh elsku Helga mín og Fróði.
Ég get bara rétt svo ímyndað mér hversu erfitt það er að vera með hund sem er hladi aðskilnaðarkíða. Ég við fyrir ykkur á kverjum degi og mun halda því áfram að Guð komi með laus og hjálpi þér einnig að hann gefi þér styrk til að treysta honum og þolinmæði til að bíða eftir hans vilja. ég veit að það er ekkert grín en ef þú treystir því að Guð muni vel fyrir sjá þá verður allt í lagi.
Ég bið fyrir þér elsku bestasta vinkona og gangi þér vel.

Fjóla og Moli sem sakna ykkar svo svo mikið

Anonymous said...

Æi hvað það er leiðinlegt að heyra hvað þér líður illa vildi að ég væri hjá þér og gæti knúsað sig :/
Ég trúi ekki öðru en þú fáir að taka Fróða áfram með í skólann :)

Gangi þér vel elsku bestasta knús Kristín

Helga said...

Fjóla:
Þakka þér fyrir bænir þínar og uppörvunar orð, ég met það mikils. Þetta varð allt eitthvað svo yfirþyrmandi, en mér líður mun betur núna.
Sakna þín líka alveg hrikalega og bið Guð að Hann gefi að ég fái að heimsækja þig fyr en síðar.

Kristín: Þakka þér fyrir og knús til baka.

Ástarkveðjur frá mér og Fróða