Monday, August 31, 2009

Fróði er ekki með PRA! :)

Ég fór til dýralæknis í dag og eftir rúmlega þriggja tíma bið á biðstofunni komumst við Fróði að hjá augnlælkninum. Ég lýsti því hvernig Fróði hefur verið undanfarið, tregur að labba niður stiga, setjast í göngutúrum og hoppar ekki uppí rúm sjálfur. Hún skoðaði hann alveg rosalega vel, bæði augun og þreifaði allan kroppinn, lét hann labba upp og niður stiga og teygði á honum í allar áttir. Niðurstaðan úr augnskoðuninni sjálfri var afar góð! Fróði er ekki með PRA! Allt leit rosalega vel út, og ekkert virðist ama að augunum hans :) Það var samt önnur saga þegur hún athugaði fram og afturfæturna. Fróði kenndi greinilega til þegar hún teygði á þeim og þá sérstaklega í framfótunum. Hnéskeljarnar sátu fastar á sínum stað, en eitthvað gæti verið að liðamótunum. Dýri vill að ég komi aftur með hann og láti mynda mjaðmir og axlir til að komast til botns í þessu. Hún vildi þó ekki meina að þetta þyrfti að vera eitthvað alvarlegt, þar sem viðbrögðin hjá Fróða voru ekki ýkt. En hann hefði ekki átt að finna neitt til svo greinilega er eitthvað ekki einsog það á að vera. Ég þarf því að panta tíma aftur hjá dýra í mjaðma og axla myndun, en fyrst ætla ég að athuga hvort ég geti fengið hann tryggðan, þetta er ekki svo aðkallandi að hann þurfi að fara í myndatöku strax á morgun þannig að það ætti að vera í lagi að bíða í nokkrar vikur og fylgjast með honum. Dýri kom nú ekki með neinar uppástungur hvað þetta gæti verið en manni grunar helst gigt eða eitthvað í þá áttina, en ég bara veit það ekki???
Það er allavega á hreinu að Fróði fer ekki aftur í hundafimina í bráð og óvíst að hann geti stundað hana aftur :( En við finnum okkur bara eitthvað annað í staðinn, hundadans eða eitthvað þar sem ég er með svo góða samhæfingu :þ


3 comments:

Fjóla Dögg Halldórsdóttir said...

Rosalega er ég fegin að þetta er ekki byrjun á blindu.
Ég bið alltaf fyir ykkur eins og þú veist og veit að Guð mun alltaf passa upp á ykkur elsku bestastu dúllurnar mínar.

Kær kveðja og RISA STÓR KNÚS fá okkur Mola

Helga said...

Takk fyrir það elsku besta Fjóla mín. Þið Moli og Davíð eru alltaf í bænum mínum líka.
Risaknús og hlakka til að spjalla við þig á msn í dag ;)

Fjóla Dögg said...

Hæ elsku krúsí púsí er ekkert að frétta af þér?
Ég veit að það er mikið að gera hjá þér og bið guð að vera með þér í allri þessi verkefna og próf vinnu elsku dúllan mín.

En það eru þrjár vikur síðan síðastablogg var samið ;)