Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En á föstudaginn kíkti hún Miriam vinkona í heimsókn til mín og hjálpaði mér að útbúa lestrarplan fyrir næstu daga. Ég hef reyndar ekki fylgt því alveg 100% en er komin ágætlega í gang með að lesa undir grískuna. Fyrsta heimaprófið mitt fæ ég svo á föstudaginn og ég vona að ég komist fljótt í gang með það svo það verði minna stress þegar stelpurnar koma. Í dag er einungis vika þangað til Kristín kemur með Ísey ltilu, eða Lilo eins og hún á að heita á nýja heimilinu. Fjóla kemur svo á þriðjudeginum og vá hvað ég hlakka til að hitta hana!! Það er komið næstum 1 og hálft ár síðan við sáumst síðast, pælið í því!
Ég vona að allt gangi vel með innflutninginn á Ísey, við þurfum að sjá til þess að allir pappírar séu í lagi og leyfið þarf að koma í næstu viku, en Safiyya, verðandi eigandi Íseyjar, ætlar að hringja og ýta á eftir því á þriðjudaginn. Safiyya kemur frá Texas og ég hef spjallað heilmikið við hana bæði í síma og hitt hana og lýst mjög vel á hana. Við ætlum að halda sambandi og ég mun passa Lilo fyrir hana meðan hún fer til Bandaríkjanna í brúðkaup hjá bróður sínum. Þá verður stuð hér á bæ! Vonandi næ ég að dofla hana til að passa hann Fróða minn í staðinn þegar ég kem heim í júlí.
Í dag fór ég svo í Chihuahua hitting í Bærum, þrátt fyrir grenjandi rigningu. Við vorum fjögur sem mættum, samtals fjórir hundar. Við fórum í alveg rúman klukkutíma labbitúr og Emma var alveg þrældugleg að labba. Ég tók örfáar myndir, enda rigndi einsog hellt væri úr fötu og ekki beint myndaveður.
Við rákumst á frosk á leiðinni sem Timmy þótti voða spennandi :)
Við vorum auðvitað öll blaut inn að beini þegar við skriðum innum dyrnar hérna heima og bæði Fróði og Emma búin að sofa síðan. Í kvöld tekur við grískulærdómur og smá afslöppun, en ég er bara gjörsamlega búin á því eftir þessa göngu!
Á morgun er 17 maí, sem er þjóðhátíðardagur Norðmanna svo ég kíki niður í bæ með voffana um ellefu leytið þar sem ég hef mælt mér mót við Ingveld, bekkjarsystur mína. Vonandi verður betra veður, en myndavélin verður allavega með í för :)
4 comments:
Duglegi bloggari ánægð með þig :)
Hlakka svo til að hitta þig eftir viku :)
Knús
Takk Kristín mín, ég ákvað að taka mig á í þessu :D
Ég er orðin svo spennt að fá þig, finnst svo skrítið að það sé bara vika í þetta. Þetta verður æðislegt :D
Knúsar tilbaka :D
Já ég er sammála Kristínu ég er sátt við hvað þú ert dugleg að blogga ;D. Ég þarf að drífa mig að skella aftur inn þessu bloggi á hverjir voru að blogga svo ég viti alltaf þegar þú ert búin að blogga :D.
En knúsar héðan :D
Fjóla og Moli
Gaman að þið kunnið að meta þetta :D En ég ákvað að ég þyrfti að taka mig hressilega á :D
Ætla að halda áfram að vera svona dugleg :D
Knúsar :D
Post a Comment