...það er kominn 17 maí :D Ég skellti mér niður í bæ í dag að sjá hátíðarhöldin og VÁ hvað það var mikið af fólki!!! Ég tók strætó og ætlaði að hitta Ingvild á lestarstöðinni, en strætóinn komst ekki alla leið út af mannfjöldanum sem var búin að fylla allar götur og torg!!! Ég þurfti því bara að fara út og labba, en Ingvild gekk á móti mér. Hún varí rosa sæt í þjóðbúningnum frá Norður Noregi, þaðan sem hún kemur.
Við löbbuðum soldið um bæinn, en vorum fljótar að koma okkur úr mestu kösinni á Karl Johan. Emma og Fróði voru auðvitað með í för, en Emma var alveg hörkudugleg. Hún gelti soldið á lúðrasveitirnar fyrst, en var fljót að róa sig niður þegar hún sá að Fróða þótti ekkert um þetta. Á köflum þurfti ég hreinlega að halda á henni af hættu að hún yrði bara troðin undir og á Karl Johan var ég með þau hvort undir sínum handleggnum.
Emma fékk nottla gríðarlega athygli og þá meina ég gríðarlega. Við komumst varla nokkur skref áður en fólk stoppaði okkur til að klappa Emmu og taka myndir.
Hér eru svo fleiri myndir frá deginum.
Það eru svo miklu fleiri myndir hérna :)
Ég fylgdi svo Ingvild heim áður en ég tók t banann heim.
Nú erum við öll uppgefin, en í kvöld verður bara grískulærdómur og meiri afslöppun.
4 comments:
Æðislegar myndir :)
Knús Kristín
Takk :D
Knúsar tilbaka :D
ohh gegjaður dagur hjá ykkur alveg yndislegt. Hundarnir eru alveg ADORABLE :D.
Knúsar og það eru bara 7 dagar í mig :D AAAAAHHHHHH!!!!!!!!!!!!
Fjóla ég get ekki beðið eftir að þú komir!!! :D :D :D :D
Post a Comment