Tuesday, January 08, 2008

Breytingar á blogginu?

Ég er mikið að íhuga að hafa bloggið mitt opið aðeins völdum notendum, enda margt persónulegt sem ég skrifa hér inn og vil ekki að sé á allra vörum.
Þar sem ég notast við blogspot, sýnist mér ég geti aðeins valið að hafa "invited users" ef ég vil ekki lofa öllum að hafa aðgang. Það þýðir að einungist þeir sem ég býð að skoða bloggið mitt geta gert það og þá verða þeir að logga sig inn í hvert sinn. Til þess að logga sig inn þarf viðkomandi þó að hafa google reikning. Það er alveg ókeypis og ekkert mál að stofna svoleiðis reikning, ef þú hefur hann ekki fyrir. Ég hef sent email á marga sem ég vil bjóða að lesa bloggið mitt, þannig að ef þið opnið póstinn ykkar og klikkið á slóðina sem kemur, sjáið þið hvernig þetta myndi líta út ef bloggið væri opið einungis boðnum lesendum.
Ég hef sett upp skoðunarkönnun, svo endilega veljið þann valkost sem ykkir þykir fýsilegastur. Ég hvet ykkur einnig að commenta hér fyrir neðan og láta mig vita hvað ykkur finnst og hvort þið hafið fengið póstinn frá mér.
Endilega tjáið ykkur og segið hvað ykkur finnst :)

5 comments:

Hjalti said...

Sko, í fyrst lagi átt þú að vera farin að sofa kl 2... :)
En svona í fullri alvöru þá er það mjög skynsamlegt hjá þér að taka þessa ákvörðun. :)
Það er náttúrulega óþarfi að taka það fram að ég fékk e-mailið frá þér svo ég ætla ekki að taka það fram.
Gmail er svo bara náttúrulega snilld fyrir alla sem allir hafa bara gott af svo þetta er ágætisleið til að neyða vini þína og vandamenn til að fá sér svoleiðis account :D

p.s. Þú varst að vinna eitthvað í Frontpage á sínum tíma og varst að velta fyrir þér hví það væri ekki komin ný útgáfa. Ástæðan er sú að Microsoft hannaði nýjan hugbúnað sem heitir Microsoft Expression Web og er hann mun fullkomnari og fjölbreyttari en Frontpage þar sem hann leyfir þér að vinna með CSS og XAML. Einnig hönnuðu þeir hugbúnað sem vinnur með Microsoft Expression Web sem heitir Microsoft Expression Blend og hann er líka snilld. Endilega láttu mig vita ef þú villt fá nánari upplýsingar eða nálgast hugbúnaðinn :D

Helga said...

Takk fyrir þetta, Hjalti :) Þetta voru ansi sannfærandi rök!
Annars með hinn hugbúnaðinn, ég vil endilega fá að vita meira um hann og fá hann inná tölvuna. Ef þú ert eitthvað á lausu til að sýna mér hann væri það æði!
Knús, knús
Helga

Helga said...

Ég hvet þá sem hafa skoðun á málinu og hökuðu við "nei" eða "já" í skoðanakönnuninni að tjá sig um málið koma með rökstuðning ;)

Hjalti said...

Knús, knús sjálf :D
Læt þig vita þegar ég hef tíma :D

Olof said...

Ég sagði nei því ég er löt við að skrifa lykilorð og gera svona account en svo dreif ég mig bara í því núna að gera svona account svo ég fyrirgef þér alveg þó þú lokir og skil það vel ;) Marr vill ekkert endilega að allir lesi hvað marr er að tjá sig :o)
Ég þori að veðja samt að ég gleymi lykilorðinu mínu á þetta Google, er soddan sauður...