Ég skrifa hér einungis fá vel valin orð, þar sem mikið meira en það tæki mig heila eilífð. Ástæðan er sú að ég skellti bílhurð á vísifingur hægri handar í gær. Sem betur fer voru Fjóla og Sólrún með mér þar sem við höfðum verið í göngu með hundana, svo þær brunuðu með mig uppá slysó. Puttinn brotnaði ekki, en marðist illa, sinar slitnuðu, taugar skemmdust og það blæddi inná vöðva. Fæstir skilja hvernig ég fór að þessu, en ég vil kalla þetta náðargjöf :)
Jæja, læt þetta duga í bili :)
2 comments:
Æi meiri óheppnin vonandi lagastu sem fyrst og verðum svo að fara að drýfa okkur í göngu :D
Kristín
Áts, það er nú meira sem þú ert óheppin þessa dagana.. Spurning hvort þú hafir smitast af þessu frá mér :o)
Post a Comment