Thursday, January 03, 2008

María og Gísli farin heim

Ég fór með mömmu að keyra Maríu og Gísla útá flugvöll í dag. Ég var dauðþreytt, en reif mig samt framúr klukkan tvö til að geta farið með. Það var erfitt að kveðja. Það er búið að vera yndislegt að hafa Maríu og Gísla heima yfir jólin. Ég á eftir að sakna þeirra rosalega.
Annars fór ég í göngu með Fjólu og Kristínu þegar ég kom af flugvellinum. Við fórum í Guðmundarlund og það var rosalega fínt að vera allar þrjár saman aftur. Við höfum svo lítið hist yfir hátíðarnar, en nú verður ráðin bót á því.
Ég var svo boðin í mat til Kára og Láru í kvöld, ásamt mömmu og pabba. Það var rosalega fínt. Þau voru með svakalega góðan kjúklingarétt og kex með alveg geggjuðu sallati í eftirrétt. Það var svo rætt um fyrirhugaða Ameríku ferð þeirra eftir matinn, en þau fara út , að mig minnir, 19. janúar.
Ég er núna mætt í vinnuna og er með hálsbólgu og kvef og hálfslöpp eitthvað, en ég þrauka. Frí á morgun og hinn, það heldur mér gangandi.
Góða nótt, gott fólk, ég skrifa aftur fljótt.

3 comments:

Anonymous said...

Æði að þú sért í fríi eigum við ekki að fara allar 3 á morgun saman í Guðmundarlund? Hvað segið þið um 15 er það ekki fínt þá kemst FJóla aðeins heim áður eftir vinnuna endilega látið mig vita ég er alveg laus er bara að fara einn ganginn enn á eitthvað búðarrölt. Ég reyndar byrja daginn á morgun með göngu kl.10 með lítilli hvolpastelpu og auðvita eienda hennar :D

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Jú ég er til í labb kl 15 í dag hljómar bara vel.

Kv Fjóla og Moli

Anonymous said...

Æði sjáumst þá í Guðmundarlundi :D

Kristín, Sóldís og Aris