Tuesday, January 22, 2008

Lokað skott og opinn gluggi

Ég hef ekki frá miklu að segja. Lífið hefur sinn vanagang þessa dagana, vinna, sofa og vinna. Svo nokkrar hundagöngur þarna á milli. Kári og Lára fóru út í dag eftir rúmlega 6 mánaða undirbúning. Þau eru komin til New York núna og Ameríkuferðin þeirra hafin. Þau verða í burtu í 5 mánuði og 1 viku. Ég vona innilega að allt gangi vel og bið Guð að vaka yfir þeim. Ég vona svo við fáum fréttir af þeim sem fyrst, til að vita hvernig allt hefur gengið.
Ég fór með mömmu í fatabúð í dag, þar sem hún hafði séð úlpu sem hún vildi að ég mátaði. Þetta er svaka fín svört dúnúlpa og ég var mjög ánægð með hana. Mamma keypti hana svo handa dekurbarninu (mér) svo nú er ég komin í splunkunýja úlpu og svaka ánægð með það :)
Ég fór með bílinn minn í tjónamat um daginn og fékk góðar bætur fyrir skemmdirnar á honum sem kemur sér mjög vel núna. Meirihlutinn verður lagður til hliðar og notaður í fyrirhugaða Noregsferð. Ég hugsaði með mér að þetta væri allt soldið skondið. Eins og þið dyggu lesendur vitið eflaus var keyrt aftan á mig á aðfangadag með þeim afleiðingum að bíllinn minn skekktist að aftan og ég get ekki lengur opnað skottið. Ég fékk líka smá hnykk, en hef algerlega jafnað mig á því og ekki fundið neitt fyrir afleiðingum þess. Þegar ég fór með bílinn í tjónamat var viðgerðarkostnaður hærri kaupverði bílsins og því fékk ég ágætis pening borgaðan út sem kemur sér afar vel fyrir mig þar sem mig vantar pening svo ég geti farið út til Noregs í Guðfræðinám. Hins vegar get ég ekki opnað skottið og þar sitja nú fastar Guðfræðibækurnar úr Háskóla Íslands.Ég hef ákveðið að líta á þetta sem staðfestingu á því að ég eigi að fara í Guðfræði út til Noregs, en ekki hér heima. Því þegar Guð lokar dyrum (eins og á skottinu) þá opnar hann glugga (s.s. peningur í Noregssjóðinn). Þetta finnst mér allavega alveg brillíant, Guð er svo frábær :)
Ég er nú að fara að semja langt bréf til Alberts hundaþjálfara og spurja hann hvort hann geti hjálpað mér með Fróða minn.

3 comments:

Anonymous said...

Frábært að heyra með Albert. Ég verð líklega sjálf að vinna til 16-16:30 í dag en er ekki alveg viss um það samt.
Heyrumst fljótlega og ef veðrið verður ekki brjálað næstu daga væri gaman að skella sér í göngu.

Kv Fjóla og Moli

Anonymous said...

Ég er sko alveg til í göngu er í skólanum til 16:30 svo er sýningarþjálfun í kvöld síðasta skiptið svo bara sýninginn næstu helgi bæði spennt og kvíðin fyrir því en meira spennt alla vega ennþá sem er bara gott.
Endilega að drýfa í því að tala við Albert ég er alla vega búin og er mjög ánægð að vera búin að því :)

Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Helga ég var að spá hvort við ættum að reyna að vera með bás í kolaportinu einhverja helgi í mars fyrstu eða aðra helgina hvða finnst þér um það?
Ég er allavegana að spá í að gera það og svo aftur þegar nær dregur brottför til USA. Endilega tölum saman um þetta og drýfum bara í þessu.
Heyrumst dúlla
Fjóla